BÍ færð góða gjöf

Sigurður G Tómasson færir Hjálmari Jónssyni formanni BÍ innbundna alla árganga Helgarpóstsins. 
Myn…
Sigurður G Tómasson færir Hjálmari Jónssyni formanni BÍ innbundna alla árganga Helgarpóstsins.
Mynd: Jóhannes Reykdal

Sigurður G. Tómasson færði Blaðamannafélaginu að gjöf alla áraganga Helgarpóstsins frá 1979-1987 og var myndin sem fylgir þessari færslu tekin við það tilefni. Blaðamannafélagið hefur gert sér far um að halda til haga mikilvægum þáttum úr sögu fjölmiðla og blaðamanna á Íslandi og er því um áhugaverða og góða gjöf að ræða.  Með útgáfu Helgarpóstsins sleginn nýr tónn í íslenskri blaðamennsku og rannsóknarblaðamennska leidd til öndvegis en segja má að útgáfa blaðsins hafi verið  birtingarmynd umbrota og breytinga í fjölmiðlasögunni.