BÍ: Formaður verði kosinn til tveggja ára

Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur ákveðið að leggja fyrir aðalfund félagsins, sem haldinn verður 29. apríl næstkomandi,  tillögu að lagabreytingu varðandi kjörtímabil formanns, sem felur í sér að í stað þess að kjötímabilið sé eitt ár eins og nú er verði það tvö ár frá og með árinu 2022, eins og annarra stjórnar- og varastjórnarmeðlima. Tillöguna í heild ásamt röksemdafærslu formanns má sjá hér