BÍ og Frjáls fjölmiðlun ganga frá kjarasamningi

Blaðamannafélag Íslands og Frjáls fjölmiðlun, rekstrarfélag DV, hafa undirritað kjarasamning, sem gildir til hausts 2022. Samningurinn er samhljóða þeim samningi sem gerður var við Samtök atvinnulífsins fyrr í vikunni, auk þess sem í samningnum er að finna ákvæði og útfærslu hvað varðar framsal á höfundarrétti. Samningurinn verður kynntur og um hann greidd atkvæði eftir helgina.

Viðræður um gerð kjarasamninga standa einnig yfir við Myllusetur, rekstrarfélag Viðskiptablaðsins, og Bændasamtök Íslands, sem gefa út Bændablaðið. Vonast er til þess að þær viðræður skili niðurstöðu fljótlega eftir helgina.