BÍ vísar til sáttasemjara

Blaðamannafélagið hefur vísað kjaradeilu sinni við viðsemjendur sína til ríkissáttasemjara. Samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót.  Í greinargerð félagsins segir m.a.:  „Nú er fyrirhugað að reyna að gera samning aftur til langs tíma eða tæplega fjögurra ár svo sem almennt hefur orðið ofan á á íslenskum vinnumarkaði að þessu sinni.  Viðbrögð viðsemjenda BÍ við eðlilegum óskum um yfirferð sérmála hafa ekki verið með þeim hætti að það gefi von um árangursríka niðurstöðu, án íhlutunar ríkissáttasemjara og mögulegra átaka, því miður.“   Í þessu ljósi segir samninganefnd BÍ tilgangslaust að halda viðræðum áfram og vísar því kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (f.h. Árvakurs, Sýn/Vodafone, Torgs og Ríkisútvarpsins) til sáttasemjara.  Samhliða óskaði samninganefnd BÍ eftir því að boðað yrði til samningafundar sem allra fyrst enda væri komið fram á sumar.