Blaðamaður á leiðinni

Nýtt tölublað af Blaðamanninum er í prentun og er það væntanlegt í pósti til félagsmanna í næstu viku. Í þessu tölublaði er farið yfir verðlaunaafhendingar og tilnefningar bæði til blaðamannaverðlauna og fyrir myndir ársins. Skoðuð er ný tilskipun ESB um höfundarétt, hugmyndir um fjölmiðlalög, nýjar alþjóðlegar siðareglur og minnst Einars Hjörleifssonar frumkvöðuls í íslenskri blaðamennsku o.fl. 

Þeir sem vilja taka forskot á útgáfuna geta skoðað pdf eintak af blaðinu hér.