Blaðamaður drepinn á fjögurra daga fresti

Nærri tólf hundruð blaðamenn hafa verið drepnir við öflun og miðlun frétta til almennings í heiminum undanfarin fjórtán ár (2006-2019). Að meðaltali er það einn blaðamaður á fjögurra daga fresti. Í dag, 2. nóvember er Alþjóðlegur dagur til að binda enda á refsileysi við glæpum gegn blaðamönnum. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur Evrópu hefur tekið saman frétt í tilefni dagsins og má lesa hana hér