Blaðamannaverðlaun afhent á morgun

Blaðamannaverðlaun Íslands verða afhent  í Blaðamannamannaklúbbnum, félagsheimili blaðamanna að Síðumúla 23 kl 17:00 á morgun,  föstudaginn 22. mars.  Eins og fram hefur komið hér á síðunni hefur dómnefnd Blaðamannaverðlaunanna tilnefnt tólf manns til verðlaunanna í fjórum flokkum og mun á morgun tilkynnt hverjir þessara blaðamanna hljóta verðlaunin.  Flokkarnir eru allir jafngildir og eru þessir:  Viðtal ársins 2018; Rannsóknarblaðamennska ársins 2018; Umfjöllun ársins 2018; og Blaðamannaverðlaun ársins 2018. Allir blaðamenn og aðrir áhugamenn eru velkomnir á afhendingu verðlaunanna.

Undanfarin ár hafa Blaðamannaverðlaunin verið afhent við opnun sýningar BLÍ „Myndir ársins“ en svo verður ekki í ár. Sýningin Myndir ársins verður hins vegar opnuð á laugardag kl 15:00 í Smáralind, nánar tiltekið á göngugötunni á fyrstu hæð. Við opnunina verða veitt verðlaun fyrir vinningsmyndir ársins 2018 og verður athöfnin með svipuðu sniði og undanfarin ár.