Blaðamannaverðlaun veitt á föstudag

Blaðamannaverðlaunin verða veitt á föstudaginn kemur 6. mars 2020 klukkan 17.00 í Blaðamannaklúbbnum, sal Blaðamannafélags Íslands, í húsnæði félagsins að Síðumúla 23, 3. hæð, 108 Reykjavík. Dómnefnd verðlaunanna hefur þegar birt þrjár tilnefningar sínar í hverjum af fjórum flokkum verðlaunanna og mun verðlaunahafi í hverjum flokki tilkynntur við athöfnina á föstudaginn. 

Blaðamannafélagið hvetur félagasmenn til að koma og fylgjast með þessari árlegu hátíðarstundu íslenskrar blaðamennsku.