BNA rannsókn: Samfélagsmiðlar mikilvægir í fréttamiðlun

Rúmlega tveir þriðju Bandaríkjamanna (68%) segjast að minnsta kosti stundum fá fréttir úr samfélagsmiðlum, sem er svipað hlutfall og í fyrra. Um 20% segjast fá fréttir oft af samfélagmiðlum, 27% stundum og 21% sjaldan.  Þetta kemur fram í nýlegri könnun frá PEW rannsóknarmiðstöðinni í BNA. Margir þeirra sem svöruðu könnuninni kváðust hins vegar hafa efasemdir um hversu réttar fréttirnar væru á samfélagmiðlum, en 57% töldu þær ónákvæmar á meðan um 42% töldu þær að mestu réttar. En þrátt fyrir þetta háa hlutfall svarenda, sem fengu  fréttir úr samfélagsmiðlum þá segir meirihluti þeirra að þessar fréttir skipti ekki máli um skilning þeirra á dægurmálefnum. Fleiri (35%) segja þær þó vera frekar hjálplegar (35%) en ruglandi (15%).

Sjá meira hér