Bretland: Vill regluvæða algrími

Stofnun um upplýsingasiðfræði og nýsköpun í Bretlandi, CDEI  (Centre for Data Ethics and Innovation),sem er formlegur ráðgjafi breskra stjórnvalda, leggur til í nýrri skýrslu til stjórnvalda að setja beri reglur um algóriðma eða algrími  á samfélagsmiðlum sem stýra flæði stöðuuppfærslna, myndskeiða og auglýsinga.  Þetta eru tillögur sem tengjast fyrirhugaðri endurskoðun á öllu regluverki varðandi netið og kemur enn fremur fram í þessari skýrslu tillaga um að stjórnvöld geri kröfu um að samfélagsmiðlafyrirtækin gefi óháðu fræðafólki aðgang að meta-gögnum samfélagsmiðlanna ef rannsóknarefnið beinist að mikilvægum almannahagsmunum s.s. áhrifum samfélagsmiðla á heilsu eða dreifingu upplýsingamengunar.

Sjá meira hér