Blaðaljósmyndari í 40 ár

Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri BÍ, óskar Árna Sæberg til hamingju með 40 ára starfsafmælisáfangan…
Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri BÍ, óskar Árna Sæberg til hamingju með 40 ára starfsafmælisáfangann.

Árni Sæberg, ljósmyndari á Morgunblaðinu, náði þeim áfanga í vikunni að hafa starfað í 40 ár við fréttaljósmyndun. Hann hóf störf sem ljósmyndari á Tímanum 1. febrúar 1983, en flutti sig yfir á ljósmyndadeild Morgunblaðsins um ári síðar, þar sem hann hefur starfað óslitið síðan. 

Í tilefni áfangans var Árni heiðursgestur á vikulegri föstudagssamkomu (h)eldri blaðamanna í höfuðstöðvum Blaðamannafélagsins í Síðumúlanum í dag. 

Þess má geta að störf Árna sem fréttaljósmyndara voru í brennidepli í þriðja þætti heimildamyndaraðarinnar Ímynd, sem sýndur var á RÚV í gær.  Árni Sæberg 40 ára starfsafmæli