Upplýsingafundur um málefni Afríku FÖSTUDAG

Sendinefnd á vegum Norrænu Afríkustofnunarinnar (The Nordic Africa Institute, NAI)  kemur til landsins í næstu viku og hefur boðað til morgunverðarfundar með blaðamönnum í húsnæði BÍ að Síðumúla, föstudaginn 6. október kl. 8:30-10:00. NAI var stofnuð árið 1962 og er fjármögnuð af Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð. Hlutverk hennar er að styðja við rannsóknir tendum málefnum Afríku, með það að auka skilning á málefnum álfunnar. Í sendinefndinni eru rannsakendur og sérfræðingar sem blaðamönnum, áhugasömum um málefni Afríku, gefst tækifæri á að hitta og ræða við. Meðal umræðuefna á fundinum eru: Áhrif innrásar Rússa í Úkraínu á samskipti innan álfunnar og samskipti Afríku við Evrópu, hlutverk Afríku í orkuskiptum og sjálfbærni til framtíðar og The Anti-Rights bylgjan og áhrif hennar á réttindi hópa og einstaklinga í Afríku.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður í gegnum netfangið sigridurdogg@press.is.

Vinsamlegast látið vita um þátttöku í gegnum netfangið bi@press.is fyrir miðvikudaginn 4. okt.