Blaðamannaverðlaun og Myndir ársins

Á neðri hæð safnsins opnar einnig á sama tíma gestasýning Blaðaljósmyndarfélgsins. Sýningin ber heit…
Á neðri hæð safnsins opnar einnig á sama tíma gestasýning Blaðaljósmyndarfélgsins. Sýningin ber heitið ,,Á vettvangi vonar" og eru þar myndir eftir Þórir Guðmundsson sem hann hefur tekið í ferðum sínum fyrir Rauðkross Íslands

Laugardaginn 9. mars nk. verður sýningin Myndir ársins 2012 opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Veitt verða ljósmyndaverðlaun í sjö flokkum og tvö bestu myndskeið ársins 2012 verða einnig verðlaunuð. Samhliða verða afhent Blaðamannaverðlaun í fjórum flokkum. Einnig opnar á neðri hæð safnsins gestasýning Blaðaljósmyndarafélasins. Að þessu sinni er það Þórir Guðmundsson sem sýnir myndir sem hann hefur tekið í ferðum sínum fyrir Rauðkross Íslands, sýningin ber hetið ,,Á vettvangi vonar".

Þetta er í 19. skipti sem sýningin er haldin í Gerðarsafni og hefur sýningin jafnan verið ein sú fjölsóttasta á safninu. Á sýningunni í ár eru 133 myndir sem valdar voru úr tæplega 1000 myndum sem bárust í forvalið. Sýningin stendur til og með 28. apríl nk.

Úr formála sýningarskrárinnar:

„Á sýningunni í ár eru 133 myndir og eru flokkarnir þeir sömu og undanfarin ár: Fréttir, íþróttir, portrett, tímarit, umhverfi, daglegt líf og myndaraðir. Veitt eru verðlaun fyrir bestu myndina í öllum flokkum og þar að auki er valin mynd ársins úr öllum innsendum myndum.

Það voru tvær þriggja manna dómnefndir auk formanns dómnefndar sem fóru í gegnum þær tæplega 1000 myndir sem bárust í keppnina.

Ákveðið var að brydda upp á þeirri nýjung að skipta flokkunum á þessar tvær dómnefndir og reyndist það mjög vel.

Bjarni Eiríksson, Dagur Gunnarsson og Karl Petersson skipuðu dómnefndina sem fór í gegnum fréttamyndirnar, íþróttamyndirnar og myndraðirnar.

Gísli Egill Hrafnsson, Haraldur Hannes Guðmundsson og Hörður Sveinsson sátu í dómnefndinni sem fór í gegnum tímaritamyndirnar, portrettin, daglegt líf og umhverfi.

Sameiginlega völdu dómnefndirnar svo mynd ársins og hafði formaður dómnefndar, Þorkell Þorkelsson, þar atkvæðarétt. Hann var þar að auki dómnefndum innan handar við störfin.

Flokkarnir fyrir myndskeiðin eru: Fréttamynd, daglegt líf, lífsbarátta, fagmennska, náttúruhamfarir og landslag. Veitt eru verðlaun fyrir tvö bestu myndskeiðin óháð flokkum.

Þriggja manna dómnefnd fór í gegnum myndskeiðin sem bárust í ár. Hana skipuðu: Ingi R. Ingason framleiðandi og kvikmyndatökumaður, Sólveig Kr. Bergmann fréttamaður og Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður.

Við viljum þakka öllum þeim sem komu að undirbúningi og styrktu sýninguna í ár kærlega fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Íslandsbanki styrkir sýninguna í ár með veglegum verðlaunum. Einnig viljum við þakka Blaðamannafélagi Íslands fyrir stuðninginn.

Samhliða sýningunni kemur út bókin, Myndir ársins 2012, sem Sögur útgáfa gefur út. Í bókinni eru allar myndirnar sem eru á sýningunni auk þess var nokkrum fréttamyndum bætt við. Cristopher Lund sá um prentun ljósmynda á sýningunni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Við viljum vekja athygli á því að á neðri hæð Gerðarsafns sýnir Þórir Guðmundsson myndir sem hann hefur tekið á vettvangi hjálparstarfs víða um heim, sýningin ber heitið Á vettvangi vonar.“