Félag fjölmiðlakvenna harmar brotthvarf Steinunnar

Steinunn Stefánsdóttir
Steinunn Stefánsdóttir
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi um stöðu kvenna í fjölmiðlum sem haldinn var í Sólon í gærkvöldi:
Félag fjölmiðlakvenna biður um skýringar á því hvers vegna fjölmiðlafyrirtækið 365 taldi rétt að semja um starfslok Steinunnar Stefánsdóttur sem aðstoðarritsstjóra Fréttablaðsins. Steinunn hefur staðið sem klettur á Fréttablaðinu þau tólf ár sem blaðið hefur komið út.
Hún hefur starfað sem aðstoðarritsstjóri á sama tíma og Kári Jónasson, Þorsteinn Pálsson, Jón Kaldal og Ólafur Stephensen vermdu ritstjórastólinn. Hvers vegna kjósið þið forráðamenn 365 að setja enn einn karlinn, Mikael Torfason, í ritstjórastól og er virðist á kostnað hennar?  Stjórn Félag fjölmiðlakvenna harmar þá niðurstöðu að Steinunn víki úr forvarðarsveit Fréttablaðsins. Staða kvenna í efstu stöðum ritstjórna dagblaða og annarra fréttamiðla er rýr. Félag fjölmiðlakvenna telur að nú sé kominn tími til að gera breytingar þar á og fer fram á að konum í áhrifastöðum innan fjölmiðla verði fjölgað. Úr hæfum hópi er að velja.
Félag fjölmiðlakvenna.