Myndir ársins 2012

Laugardaginn 9. mars nk. verður sýningin Myndir ársins 2012 opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Veitt verða ljósmyndaverðlaun í sjö flokkum og tvö bestu myndskeið ársins 2012 verða einnig verðlaunuð. Samhliða verða afhent Blaðamannaverðlaun í fjórum flokkum. Einnig opnar á neðri hæð safnsins gestasýning Blaðaljósmyndarafélagsins. Að þessu sinni er það Þórir Guðmundsson sem sýnir myndir sem hann hefur tekið í ferðum sínum fyrir Rauðakross Íslands, sýningin ber heitið: ,,Á vettvangi vonar".

Þetta er í 19. skipti sem sýningin er haldin í Gerðarsafni og hefur sýningin jafnan verið ein sú fjölsóttasta á safninu. Á sýningunni í ár eru 133 myndir sem valdar voru úr tæplega 1000 myndum sem bárust í forvalið. Sýningin stendur til og með 28. apríl nk.