Norræn kvikmyndahátíð: Facebookistan

 Sænska sendiráðið langar að benda félagsmönnum Blaðamannafélagsins á dönsku myndina Facebookistan sem sýnd er á Norrænu kvikmyndahátíðinni. Myndin var sýnt í gær og skapaðist töluverð umræða meðal gesta á eftir. Næsta tækifæri að sjá myndina er á morgun, föstudag kl. 18:00. Ókeypis er á myndina og hún er sýnd í Norræna húsinu.  

Facebookistan er ný heimildarmynd sem setur samskiptamiðilinn Facebook undir smásjánna. Í myndinni skoðar Gottschau meðal annars lögin sem samskiptamiðillinn byggir á og völdin sem hann hefur yfir persónulegum upplýsingum og tjáningarfrelsi. Eftir sýningu myndarinnar verða umræður með leikstjórann Jakob Gottschau og Baldvini Þór Bergssyni fréttamanni á Rúv/ KASTLJÓS. Áhugaverð heimildamynd hér á ferð.

Nánari upplýsingar að finna hér: http://nordichouse.is/is/event/facebookistan-nordic-film-festival-2/