Opinn fundur: Samtal um þjóðaröryggi: Tækni og grunngild

Á morgun, miðvikudaginn 25. september verður haldinn opinn fundur í Norræna húsinu á vegum Þjóðarö-ryggisráðs undir yfirskriftinni Samtal um þjóðaröryggi: Tækni og grunngildi
Þetta er seinni af tveimuropnum fundum og síðan einni ráðstefnu um fjölþátta ógnir (e. hybrid threats). Samstarfsaðilar eru: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Blaðamannafélag Íslands, Fjölmiðlanefnd, Kvíkmyndamiðstöð Íslands, Varðberg, Utanríkisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið, Persónuvernd, Póst- og fjarskiptastofnun, Ríkislögreglustjóri, Verkfræðingafélag Íslands og nefnd um starfsemi stjórnmálaflokka.

Birtingarmyndir fjölþátta ógna geta verið margvíslegar og haft víðtæk áhrif á samfélög en á þessum fundi verður áherslan á tækniþróun og áhrif hennar á grunngildi þess samfélags sem við búum í.

Opnunarávarp: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Frummælendur:
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar
Þór Matthíasson, þróunarstjóri hjá Svartagaldri
Að erindum loknum munu Sigurður Emil Pálsson, formaður Netöryggisráðs og Huginn Freyr Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Aton.Jl taka þátt í pallborðsumræðum ásamt frummælendum.

Fundarstjóri: Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands.

Fundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.