Siðaviðmið fjölmiðla

 Siðaviðmið íslenskra fjölmiðla er yfirskrift námskeið sem boðið verður upp á hjá Endurmenntunarstofnun Háskóal Íslands. Það er Friðirk Þór Friðriksson, sem kennir námskeiðið sem  hefst þann 2. febrúar á næsta ári.

Á þessu námskeiði er siða- og innanhússreglum íslenskra fjölmiðla lýst og fjallað um úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands í leit að mikilvægum fordæmum. Hvaða viðmið gilda um nafn- og myndbirtingar, tillitsemi, vandvirkni, hagsmunaárekstra, óhefðbundin vinnubrögð og fleira? Hafa siðareglur BÍ þýðingu fyrir blaða- og fréttamenn og eru þær óumdeildar? Er mark tekið á úrskurðum siðanefndarinnar?

Sjá  einnig hér