Skilafrestur styttist fyrir tilnefningar fyrir Lorenzo Natali verðlaunin

Skilafrestur tilnefninga til hinna alþjóðlegu LorenzoNatali  blaðamannaverðlauna er til 31. ágúst næstkomandi. Það er Framkvæmdastjórn ESB   sem stendur fyrir þessum verðlaunum. Verðlaunin eiga að draga athygli umheimsins að umfjöllun um lýðræði, þróun og mannréttindi í hinum ýmsu heimshlutum og er yfirskrif þeirra fyrir árið 2015 „Umfjöllun dagsins í dag getur breytt morgundeginum“ ('Today's stories can change our tomorrow').  Alls eru veitt verðlaun fyrir ritstjórnarefni frá fimm svæðum auk þess sem veitt verða sérstök stórverðlaun á verðlaunahátíðinni sjálfri í desember.  .  Landsvæðin verlaunaflokkarnir ná til eru: Afríka, Miðausturlönd og Norður Afríka, Asía og Kyrrahafslönd, Evrópa og Rómanska Ameríka.

Sjá meira hér