Fréttir

Umsóknarfrestir í framhaldsnám í fjölmiðla- og boðskiptafræði nálgast
Tilkynning

Umsóknarfrestir í framhaldsnám í fjölmiðla- og boðskiptafræði nálgast

Athygli félaga í Blaðamannafélagi Íslands er vakin á því að frestur til sækja um meistaranám í blaða- og fréttamennsku - og meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum við HÍ (umsóknarfrestur í HA er 5. júní) rennur 15.apríl næstkomandi. Umsóknarfrestur í Diplómanám er til 5. júní. Sótt er um rafrænt á vef HÍ: http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_i_framhaldsnam Blaða- og fréttamennskunámið er hagnýtt nám sem býr fólk undir störf við margskonar miðlun. Í meistaranámi í fjölmiðla- og boðskiptafræðum er áherslan á að mennta fólk til að rannsaka fjölmiðla og stöðu þeirra í samfélaginu. Þar er einnig í boði 30 eininga Diplómanám:   Námið er einnig er í boði við Háskólann á Akureyri, en þar er umsóknarfrestur til 5. júní: http://www.unak.is/hugogfelagsvisindasvid/felagsvisindadeild/framhaldsnam_ma_diploma/fjolmidla-og-bodskiptafraedi-ma-diploma Kynningarbæklingur þar sem báðum námsleiðum er lýst ítarlega:   Ekki eru tekin skólagjöld í HÍ en nemendur greiða sn. innritunargjöld kr. 75.000.- fyrir námsárið. Frekari upplýsingar varðandi HÍ veita Margrét S. Björnsdóttir s. 5254254, tölvupóstur msb@hi.is um nám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum og Valgerður A. Jóhannsdóttir síma 525-4229, tölvupóstur vaj@hi.is um báðar námsleiðir,en einkum nám í blaða- og fréttamennsku. Um nám í fjölmiðla- og boðskiptafræðina frá Háskólanum á Akureyri eru veittar upplýsingar þar. sjá: http://www.unak.is/hugogfelagsvisindasvid/felagsvisindadeild/framhaldsnam_ma_diploma/fjolmidla-og-bodskiptafraedi-ma-diploma   Yfirlitsbæklingur um allt framhaldsnám Stjórnmálafræðideildar HÍ er á slóðinni: http://www.hi.is/sites/default/files/elva/framhalds_2017-18_stjornmal_web.pdf og þar eru einnig lýsingar á ofangreindum námsleiðum á bls. 37-51
Lesa meira
Upplýsingaréttur almennings: Úrlausn lagalegra álitaefna
Tilkynning

Upplýsingaréttur almennings: Úrlausn lagalegra álitaefna

Námskeið "Upplýsingaréttur almennings:Úrlausn lagalegra álitaefna"  verður haldið næstkomandi föstudag, 10. mars 2017, kl. 09:00-12:30 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, stofa H-101 í Hamri.  Blaðamenn athugið að styrkur getur fengist frá BÍ upp í námskeiðsgjaldið.   SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ   Verð: kr. 16.800-   Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.   Námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi.     Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á því hvaða rétt almenningur á til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Fjallað verður um það hvenær lögin gilda og hvaða undanþágur eru frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs. Umfjöllunin verður studd raunhæfum dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.   Markhópur: Stjórnendur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem þurfa að skipuleggja og öðlast yfirsýn um það hvernig ber almennt að vinna úr beiðnum sem berast á grundvelli laganna og hvaða kröfur slíkt gerir til stofnunar þeirra. Starfsmenn stjórnsýslunnar sem leysa þurfa úr álitaefnum um hvort veita eigi aðgang að upplýsingum. Fjölmiðlamenn, fræðimenn og allir aðrir sem áhuga hafa á að nýta sér lögin til að kynna sér gögn og upplýsingar í vörslum stjórnvalda.     Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eftirfarandi álitaefni í tengslum við beitingu upplýsingalaga:   ·         Um hvaða starfsemi ríkis og sveitarfélaga gilda lögin? Gilda þau um eignarhald hins opinbera á fyrirtækjum og að hvaða marki?   ·         Hvernig á að setja fram beiðni um aðgang að gögnum og hvaða kröfur geta stjórnvöld gert til forms slíkra beiðna?     ·         Hvenær mega stjórnvöld að synja beiðnum um upplýsingar? Hver er munurinn á upplýsingum sem stjórnvöld mega en þurfa ekki að       láta af hendi samkvæmt lögunum og upplýsingum sem stjórnvöldum er bannað að veita aðgang að?   ·         Hvert geta menn leitað þegar beiðni þeirra um upplýsingar er synjað?   ·         Hvernig eiga stjórnvöld að standa að skráningu mála þannig að upplýsingalögin hafi tilætluð áhrif?   Í kennslunni verður að verulegu leyti stuðst við raunhæf dæmi og verkefni þannig að þátttakendur öðlist færni í því að leysa sjálfir úr þeim viðfangsefnum sem koma til kasta þeirra á grundvelli upplýsingalaga.   Kjartan Bjarni Björgvinsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf frá London School of Economics and Political Science 2006. Kjartan starfaði sem aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis frá árinu 2006 til 2009 og sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg frá 2009 til 2015. Kjartan hefur kennt stjórnsýslurétt og opinberan starfsmannarétt við Háskóla Íslands frá 2004. Hann var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í apríl 2015. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eysteinsdóttir, verkefnisstjóri í síma 525-5434 /525-5454 eða í gegnum netfangið gudruney@hi.is
Lesa meira
Åse á vettvangi í Kenía
Tilkynning

Åsa Sjöstrom með fyrirlestur í Pressuklúbbi BÍ

Åsa Sjöstrom fréttaljósmyndari verður með fyrirlestur í Pressuklúbbnum, sal Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, föstudaginn 13. janúar kl. 18:00. Åsa er sænskur ljósmyndari sem hefur unnið til fjölda verðlauna bæði í Svíðþjóð, World Press Photo og víðar. Í fyrirlestrinum mun hún tala um hvernig er að vinna að persónulegum verkefnum og hvernig hún hefur á síðustu árum farið frá því að vera fastráðinn ljósmyndari yfir í að vera sjálfstæður ljósmyndari. Hún mun tala um áskoranir og kosti þess að vinna sem ljósmyndari í Svíþjóð sem og frá alþjóðlegu sjónarhorni. Heimasíða hennar er http://www.asasjostrom.com/ Ókeypis er á fyrirlesturinn og allir eru velkomnir. Fyrirlesturinn er í boði Blaðaljósmyndarafélag Íslands og Blaðamannafélags Íslands         Ókeypis er á fyrirlesturinn og allir eru velkomnir.   Fyrirlesturinn er í boði Blaðaljósmyndarafélag Íslands og Blaðamannafélags Íslands  
Lesa meira
Minnt á meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræði
Tilkynning

Minnt á meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræði

Orðsending frá Meistarnámi í fjölmiðla og boðskiptafræði við HÍ og HA Ágæti félagi í Blaðamannafélagi Íslands Vek athygli á að hægt er að hefja nám um áramót og sækja um meistaranám  í fjölmiðla- og boðskiptafræðum til 15. okt. Umsóknarfrestur í Diplómanám er til 15. nóvember. Sótt er um rafrænt á forsíðu Háskóla Íslands www.hi.is <http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_i_framhaldsnam> Eða hjá Háskólanum á Akureyri. Í meistaranámi í fjölmiðla- og boðskiptafræðum sem einnig er í boði við Háskólann á Akureyri,  <http://www.hi.is/stjornmalafraedideild/fjolmidla_og_bodskiptafraedi> er áherslan á að mennta fólk til að rannsaka fjölmiðla og stöðu þeirra í samfélaginu. Þar er einnig í boði 30 eininga Diplómanám. Kynningarbæklingur þar sem námsleiðinni er lýst ítarlega:  <http://www.hi.is/sites/default/files/helgash/hi_og_ha_baekl_20_sidur_vef.pdf> Ekki eru tekin skólagjöld en nemendur HÍ greiða sn. innritunargjöld kr. 55.000.- fyrir vormisserið. Frekari upplýsingar varðandi HÍ veita Margrét S. Björnsdóttir s. 5254254, tölvupóstur msb@hi.is og Valgerður A. Jóhannsdóttir síma 525-4229, tölvupóstur vaj@hi.is Og um nám í fjölmiðla- og boðskiptafræðina frá Háskólanum á Akureyri, skrifstofa skólans.    
Lesa meira
Torben Schou
Tilkynning

"TV storytelling" með Torben Schou

Í haust gefst íslenskum blaðamönnum tækifæri til að setjast á námskeið með einum af reyndasta sjónvarpsmanni Danmerkur, Torben Schou.  Námskeiðið heitir frásögn í sjónvarpi (TV-storytelling) og verður haldið í Reykjavík dagana 15. og 16. október. Þar miðlar Torben Schou af reynslu sinni á sviði  gerða heimildamynda, frétta, íþrótta og skemmtunar fyrir sjónvarp.  Það er Norræni blaðamannaskólinn NJC sem býður þessi námskeið. (Endurmenntunarsjóður Blaðamannafélagins veitir styrki til félagsmanna vegna þessa námskeiðs).   Staður fyrir námskeiðið verður tilkynntur síðar.    Aðgangur er takmarkaður á námskeiðið og allar nánari upplýsingar veitir Sigrún Stefánsdóttir, sviðsforseti hug- og félagsvísindadeildar HA og umsóknir um setu á námskeiðinu ættu einnig að berast til hennar. Sigrún hefur netfangið sigruns@unak.is  
Lesa meira
Vinnustofa um rannsóknarblaðamennsku fyrir unga blaðamenn
Tilkynning

Vinnustofa um rannsóknarblaðamennsku fyrir unga blaðamenn

Auglýst hefur verið vinnustofa (worhshop) á vegum M100 Young European Journalists fyrir blaðamenn á aldrinum 18 - 26 ára.  Á vinnustofunni verður farið í bæði fræðileg og praktísk atriði varðandi vinnubrögð í blaðamennsku og stefnt að því að byggja upp og styrkja tengslanet blaðamanna. Í ár er viðfangsefnið rannsóknarblaðamennska, tilgangur, tækni og áskoranir.  Vinnustofan fer fram í Potsdam í Þýskalandi í haust, og stendur frá  9 -16 september.     Þeir sem samþykktir eru til þátttöku fá styrk fyrir kostnaði við ferðir og uppihald en umsóknir fara í gegnum eftirfarandi slóð:   http://m100potsdam.org/en/m100-en/youth-media-workshop/yej2016/application-calll.html 
Lesa meira
Dr. Emma Briant
Tilkynning

Áróðursstríð gegn hryðjuverkum

„Áróðursstríð gegn hryðjuverkum: Tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa áhrif á fréttaflutning og almenningsálitið“ er yfirskrift opins fundar sem haldinn verður miðvikudaginn 4. maí kl. 12:00-13:00 í HT-101 (Háskólatorg) við Háskóla Íslands. Um er að ræða fyrirlestur þar sem Dr. Emma Briant fjallar um tilraunir bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkanna 11. september til að móta og hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla um baráttu þeirra í svonefndu stríði gegn hryðjuverkum. Í fyrirlestrinum mun hún m.a. vísa til viðtala sem hún hefur átt við háttsetta heimildamenn innan bandaríska stjórnkerfisins, hermálayfirvalda og öryggisþjónustunnar, auk viðtala við blaðamenn og almannatengslafulltrúa, sem varpa ljósi á tilraunir bandarískra yfirvalda til að hafa áhrif á fréttaflutning fjölmiðla og almenningsálitið. Fundurinn er á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við meistara- og diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræði og meistaranám í blaða- og fréttamennsku. Dr. Emma Briant er lektor í blaðamennskufræðum við Háskólann í Sheffield.  Hún er höfundur bókarinnar Propaganda and Counterterrorism: Strategies for Global Change, sem kom út árið 2014 og meðhöfundur bókarinnar Bad News for Refugees (2013). Dr. Briant hefur birt fjölda greina í virtum ritrýndum tímaritum á undanförnum árum. Fundarstjóri: Ragnar Karlsson, aðjúnkt og verkefnastjóri meistara- og diplómanáms í fjölmiðla og boðskiptafræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.  Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.   Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Lesa meira
Norræn kvikmyndahátíð: Facebookistan
Tilkynning

Norræn kvikmyndahátíð: Facebookistan

 Sænska sendiráðið langar að benda félagsmönnum Blaðamannafélagsins á dönsku myndina Facebookistan sem sýnd er á Norrænu kvikmyndahátíðinni. Myndin var sýnt í gær og skapaðist töluverð umræða meðal gesta á eftir. Næsta tækifæri að sjá myndina er á morgun, föstudag kl. 18:00. Ókeypis er á myndina og hún er sýnd í Norræna húsinu.   Facebookistan er ný heimildarmynd sem setur samskiptamiðilinn Facebook undir smásjánna. Í myndinni skoðar Gottschau meðal annars lögin sem samskiptamiðillinn byggir á og völdin sem hann hefur yfir persónulegum upplýsingum og tjáningarfrelsi. Eftir sýningu myndarinnar verða umræður með leikstjórann Jakob Gottschau og Baldvini Þór Bergssyni fréttamanni á Rúv/ KASTLJÓS. Áhugaverð heimildamynd hér á ferð. Nánari upplýsingar að finna hér: http://nordichouse.is/is/event/facebookistan-nordic-film-festival-2/  
Lesa meira
Aðalfundur 28. april
Tilkynning

Aðalfundur 28. april

Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2016 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf  Skýrslur frá starfsnefndum  Kosningar*  Lagabreytingar  Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta    *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund.  
Lesa meira
Hringferð: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum
Tilkynning

Hringferð: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum

Með hvaða hætti fjalla fjölmiðlar um áfengi og önnur vímuefni? Hvernig geta rannsakendur og fjölmiðlafólk bætt samskipti sín í milli og umfjöllun í fjölmiðlum um vímuefni? Hvaða heimildum er treystandi? Þetta er umræðuefni málþings sem Norræna velferðarmiðstöðin, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, stendur fyrir á Íslandi 8. mars 2016. Málstofan er hluti af hringferð Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar undir yfirskriftinni „Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum“ (Missbruk av Fakta? Alkohol och droger i medierna) sem verður haldin að þessu sinni í Reykjavík. Fagfólk fer fyrir yfir góð dæmi og önnur síðri um umfjöllum um áfengi og önnur vímuefni. Sem dæmi má nefna hvernig íslenskir fjölmiðlar fjalla um hvort einkasala ríkisins á áfengi eigi rétt á sér eða ekki. Hvernig getum við forðast slagsíðu í umfjöllun fjölmiðlanna? Allir eru velkomnir á málstofuna þriðjudaginn 8. mars, klukkan 9.30 –12.00 í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, Reykjavík.   Málstofan fer fram á íslensku og er aðgangur ókeypis.  Vinsamlegast skráið ykkur á málstofuna: REGISTRATION   Drög að dagskrá 9.30 –10.00 Morgunmatur 10.00-10.15 Setning málstofu, Jessica Gustafsson, upplýsingafulltrúi, Nordens Välfärdscenter Fundarstjóri: Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á mbl.is 10.15 –10.30 Vínbúðin í fjölmiðlum, Rafn M Jónsson, Verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, Embætti landlæknis 10.30 –11.30 PallborðsumræðurRafn M Jónsson, Verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, Embætti landlæknis Ólöf Skaftadóttir, blaðamaður, Fréttablaðið Jóna Margrét Ólafsdóttir, Aðjunkt í félagsráðgjafardeild, Háskóla Íslands Aðrir þátttakendur tilkynntir síðar Frekari upplýsingar:Jessica Gustafsson upplýsingafulltrúi, sími +358 40 060 5752, netfang: jessica.gustafsson@nordicwelfare.org     
Lesa meira