Fréttir

Jafnréttisþing: Fjölmiðlar og konur
Tilkynning

Jafnréttisþing: Fjölmiðlar og konur

Á miðvikudaginn verður haldið Jafnréttisþingi 2015 og  verður þar lögð áhersla á stöðu kvenna og kynjaðar birtingarmyndir á opinberum vettvangi. Þingið er haldið á Hilton Nordica hóteli í Reykjaví og stendur frá því kl. 8.30 – 16.45.  Þeir sem vilja mæta þurfa að skrá sig á http://asp.artegis.com/jafnretti Markmiðið er að varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla í fjölmiðlum og kvikmyndum annars vegar og hins vegar að fjalla um umfang og eðli kynbundinnar hatursorðræðu. Jafnréttisþingið er haldið á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaksins sem lýkur 10. desember á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Aðalfyrirlesarar þingsins eru Maria Edström, lektor við Fjölmiðladeild Háskólans í Gautaborg og verkefnisstjóri Nordicom–verkefnis Norrænu ráðherranefndarinnar um aukið jafnrétti í fjölmiðlum, og Anna Serner, forstöðumaður sænsku kvikmyndamiðstöðvarinnar. Kynntar verða niðurstöður nýrra rannsókna um hlut kvenna og karla í íslenskum fjölmiðlum.  Jafnréttisþing er að þessu sinni haldið í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjölmiðlanefnd. Þingstjóri verður Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs verður veitt að lokinni dagskrá þingsins. Á jafnréttisþingi leggur félags- og húsnæðismálaráðherra fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015. Hlutverk þingsins er að efna til umræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnumótun í jafnréttismálum. Jafnréttisþing er öllum opið og aðgangur ókeypis en boðið verður upp á hádegsiverð gegn vægu gjaldi.
Lesa meira
Starfsáætlun stjórnar 2015-2016
Tilkynning

Starfsáætlun stjórnar 2015-2016

Á fundi stjórnar Blaðamannafélagsins fyrr í dag fór fram umræða um þau helstu verkefni sem stjórnin vill beita sér fyrir á næstunni, þ.e. það sem eftir er af árinu 2015 og á árinu 2016.  Stjórn skilgreindi sérstakan verkefnalista eða starfsáætlun sem tekur til hinna ýmsu þátta í starfsemi félagsins og  stefnt er á að hrinda í framkvæmd. Hér á eftir er þessi verkefnalisti/starfsáætlun birt:    Starfsáætlun stjórnar 2015-2016   Nýir kjarasamningar eru meginverkefni félagsins á árinu. Kjarasamningar félagsins verði gefnir út ásamt lögum félagsins og reglugerðum sjóða þess. Haldið verði áfram skráningu á einstökum þáttum í sögu félagsins og fram haldið skráningu minja og mynda í eigu þess. Blaðamannaminni, sem er vísir að blaðamannatali hefur verið birt á vef félagsins. Það nær fram til ársins 1960 og verður haldið áfram við skráningu blaðamanna sem hófu störf á tímabilinu 1960-1970. Lokið verði við innréttingar á nýjum fundarsölum í austurenda 3. hæðar Síðumúla 23, sem félagið hefur keypt og lokið við endurbætur á hreinlætis- og eldhúsaðstöðu því tengt. Gefið verði út annað bindi af bókinni Íslenskir blaðamenn sem innifeli viðtöl við blaðamenn sem eru með félagsnúmer 10-20. Kannað verði með útgáfu á úrvali mynda úr fyrstu tíu bókunum af Myndum ársins. Fréttaumfjöllun á heimasíðu félagsins verði áfram aukin um það sem hæst ber í blaðamennsku hér á landi og erlendis. Heimasíðan bjóði upp á allar nýjustu aðferðir sem ný samskiptatækni býður upp á til þess að koma sjónarmiðum félagsins á framfæri út á við og gagnvart félagsmönnum sínum.Félagið stuðli áfram að endurmenntun með öllum tiltækum ráðum, m.a. með þátttöku í ráðstefnuhaldi og með því að halda sérstök endurmenntunarnámskeið um tiltekin efni. Félagið rækti samstarf á alþjóðavettvangi á vegum Alþjóðasambands blaðamanna IFJ, Evrópusambands blaðamanna EFJ og Norræns sambands blaðamanna NFJ og verði vakandi fyrir nýjum áherslum í alþjóðasamstarfi. Lokið verði við að taka saman skrá yfir meiðyrðamál og meiðyrðadóma síðustu 20-25 ára og hún notaður sem grunnur að aframhaldandi starfi félagsins að því að tryggja með öllum ráðum raunverulegt tjáningarfrelsi í landinu. Skráin og dómarnir verði aðgengilegir á heimasíðu félagsins. Geymslur verði byggðar og endurbætur gerðar á útiaðstöðu við bæði orlofshús félagsins í Brekkuskógi. Tekin veri saman skrá yfir fræðilegar ritgerðir sem fjalla um fjölmiðla og blaðamennsku og efni sem skiptir máli sem sem hvað varðar meiðyrði og friðhelgi einkalífs.  
Lesa meira
Blaðamaður með myndavél
Tilkynning

Blaðamaður með myndavél

„Blaðamaður með myndavél“ er heiti sýningar á ljósmyndum Vilborgar Harðardóttur blaðamanns. Sýningin er sett upp í Þjóðminjasafni Íslands með styrk fúr Menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands og verður hún opnuð nú á laugardag, 12. september kl. 15.00. Í framhaldinu, eða laugardaginn 3. október munu Rauðsokkur halda málþing til heiðurs Vilborgu Harðardóttur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins      
Lesa meira
Skilafrestur styttist fyrir tilnefningar fyrir Lorenzo Natali verðlaunin
Tilkynning

Skilafrestur styttist fyrir tilnefningar fyrir Lorenzo Natali verðlaunin

Skilafrestur tilnefninga til hinna alþjóðlegu LorenzoNatali  blaðamannaverðlauna er til 31. ágúst næstkomandi. Það er Framkvæmdastjórn ESB   sem stendur fyrir þessum verðlaunum. Verðlaunin eiga að draga athygli umheimsins að umfjöllun um lýðræði, þróun og mannréttindi í hinum ýmsu heimshlutum og er yfirskrif þeirra fyrir árið 2015 „Umfjöllun dagsins í dag getur breytt morgundeginum“ ('Today's stories can change our tomorrow').  Alls eru veitt verðlaun fyrir ritstjórnarefni frá fimm svæðum auk þess sem veitt verða sérstök stórverðlaun á verðlaunahátíðinni sjálfri í desember.  .  Landsvæðin verlaunaflokkarnir ná til eru: Afríka, Miðausturlönd og Norður Afríka, Asía og Kyrrahafslönd, Evrópa og Rómanska Ameríka. Sjá meira hér  
Lesa meira
Norðurlandaráð og norræna ráðherranefndin leita að upplýsingastjóra
Tilkynning

Norðurlandaráð og norræna ráðherranefndin leita að upplýsingastjóra

Norræna ráðherranefndin og skrifstofa Norðurlandsráðs í Kaupmannahöfn auglýsa eftir yfirmanni upplýsingadeildar, sem hæfi störf þann 1. október 2015. Umsóknarfrestur um þessa stöðu er til 30. apríl 2015 klukkan 12:00  Formleg auglýsing um starfið fer hér á eftir:   Nordiska rådet och Nordiska ministerrådet söker en kommunikationschef  Sekretariaten för Nordiska rådet och Nordiska ministerrådet i Köpenhamn söker en chef till den gemensamma kommunikationsavdelningen, med tillträde senast 1 oktober 2015. Titel: Nordiska rådet och Nordiska ministerrådet söker en kommunikationschef Stad: Köpenhamn Ansökningens sista datum: den 30 april 2015 12:00 Anställningsvillkor: Nordiska villkor Jobb kategori: Avdelningschef    Nordiska ministerrådets sekretariat har till uppgift att bistå de fackministerråd som tillsammans utgör Nordiska ministerrådet. Dessutom skall Nordiska ministerrådet självständigt arbeta för att främja det nordiska samarbetet. Nordiska ministerrådets sekretariat är ett redskap för att förverkliga samarbetet mellan de nordiska regeringarna. Vi ska bidra till resultat som skapar mervärde och gör Norden synligt inåt och utåt genom att initiera, verkställa och följa upp politiska beslut utveckla kunskap till grund för gemensamma lösningar bygga nätverk för utbyte av erfarenheter och idéer. Sekretariatet består av tre fackavdelningar, en avdelning för HR, administration och juridik samt en kommunikationsavdelning som är gemensam med Nordiska rådet. Sekretariatet är lokaliserat i Köpenhamn, har runt 100 medarbetare och leds av generalsekreteraren. Nordiska rådets sekretariat har som uppgift att koordinera och administrera det nordiska parlamentarikersamarbetet och att betjäna rådets 87 medlemmar och dess organ samt de fem utskotten. Sekretariatet är samlokaliserat med ministerrådet och har 15 medarbetare under ledning av rådsdirektören. Arbetsuppgifter Som kommunikationschef leder du det strategiska och operativa kommunikationsarbetet för Nordiska rådet och Nordiska ministerrådet. Du har det överordnade kommunikationsstrategiska ansvaret för såväl regeringssamarbetet inom ramen för ministerrådet som för parlamentarikersamarbetet inom ramen för Nordiska rådet. Du har till uppgift att föreslå, utforma och genomföra strategiska planer för kommunikation enligt beslut från Nordiska ministerrådets generalsekreterare respektive Nordiska rådets rådsdirektör baserat på principen om ett integrerat kommunikationsansvar. Det gemensamma arbetet leds och koordineras av kommunikationsschefen som i innehållsmässiga frågor rapporterar både till generalsekreteraren och till rådsdirektören. I administrativa frågor rapporterar kommunikationsschefen till generalsekreteraren. Som kommunikationschef har du även det dagliga ansvaret för den interna och externa kommunikationen och informationen om det nordiska samarbetet, både inom och utanför Norden. Du ansvarar för avdelningens personal, budget samt ekonomisk uppföljning och ingår i generalsekreterarens ledningsgrupp. Utöver detta ska kommunikationschefen   ansvara för www.norden.org vid behov delta i olika beredningsorgan inom Nordiska rådet ansvara för informations- och PR-material för organisationernas bruk planera, arrangera och leda presskonferenser, -resor och -seminarier inom och utanför Norden ansvara för koordinering av kommunikationsfrågor och rådgivning till de nordiska institutionerna Kravprofil Du ska ha en gedigen och långvarig erfarenhet som chef med personal- och budgetansvar inom kommunikation, PR och media. Arbetet förutsätter mycket goda ledaregenskaper både vad gäller att leda, coacha och stödja dina medarbetare som att ansvara för det innehållsmässiga, strategiska och administrativa arbetet. Det är viktigt att du har en solid erfarenhet av att arbeta med kommunikation inom större företag eller organisationer. Du har stor kunskap om det nordiska medielandskapet och ett väldokumenterat nätverk främst bland nordiska opinionsbildare och journalister. Du ska ha intresse för och kunskap om politik liksom en god förmåga att navigera i en politiskt styrd organisation. Det är meriterande med erfarenhet från offentlig sektor och internationell verksamhet. Som person ska du ha lätt för att samarbeta på alla nivåer och kunna bygga och behålla starka nätverk. Du ska vara kreativ och flexibel. I arbetet företräder du dina uppdragsgivare och du ska vara utåtriktad och van att framträda inför media och publik Övrig erfarenhet Du ska ha en relevant akademisk utbildning som journalist, kommunikatör, informatör eller annan utbildning som vi bedömer vara likvärdig. Du ska vara en bra skribent och flytande i tal och skrift på minst ett av våra officiella språk (danska, norska och svenska), samt ha goda kunskaper i engelska. Arbetet kräver att du behärskar sedvanliga IT-system inklusive Officepaketet. Anställning förutsätter medborgarskap i ett av de nordiska länderna. I tjänsten ingår en del reseaktiviteter, främst inom Norden. Kommunikationsavdelningen har 18 medarbetare som rapporterar direkt till kommunikationschefen. I avdelningen finns kommunikations- och webbrådgivare, tolkar och översättare samt koordinatorer. Vidare finns en publikationsenheten som är en självständig resultatenhet. Inom avdelningens ansvarsområde ingår även Köpenhamnskontoret för "Norden i fokus” samt upplysningstjänsten ”Hallå Norden”. Vi erbjuder Ett spännande arbete i en nordisk och internationell miljö med kollegor från hela Norden. Vi är anställda på tidsbegränsade kontrakt på maximalt åtta år och erbjuder speciella villkor för den som flyttar till Danmark i samband med anställningen. Den som har en statlig anställning i ett av de nordiska länderna har rätt till tjänstledighet för att arbeta vid Nordiska ministerrådet. Intervjuer genomförs i Köpenhamn 20-22 maj.    Kontaktpersoner: Om du vill veta mer om tjänsten kan du kontakta HR-chef Gisle Norheim, gino@norden.org   Upplysningar om arbetsvillkoren kan fås av senior rådgivare/HR Monica Donde (modo@norden.org).  För mer information se www.norden.org      
Lesa meira
Masterclass með Laura Poitras
Tilkynning

Masterclass með Laura Poitras

Haldinn verður svokallaður Masterclass sem Laura Poitras, óskarsverðlauna- og pulitzerverðlaunahafi mun stýra um heimildamyndagerð og blaðamennsku í Bíó Paradís á laugardaginn frá 15-17. Hún er leikstjóri þríleiks um eftirköst árásanna 11. september, þar sem Citizenfour, óskarsverðlaunamynd á síðustu Óskarsverðlaunum, rak smiðshöggið. Ókeypis er á námskeiðið, aðgangur öllum opinn og blaðamenn sérstaklega boðnir velkomnir.  
Lesa meira
Stríð í mynd
Tilkynning

Stríð í mynd

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands mun verða með námskeið um ljósmyndir í stríði og kallast námskeiðið „Stríð í mynd“  Kennari á námskeiðinu verður Þórdís Erla Ágústsdóttir, ljósmyndara og MA í hagnýtri menningarmiðlun. Námskeiðið verður haldið þriðjudagana  7., 14. og 21. apríl kl. 20:00 - 22:00, alls þrjú skipti í húsi Endurmenntunar við Dunhaga 7 og kostar 19.800 kr. (Félagar í BÍ geta sótt um styrk í sjóði BÍ.) Á námskeiðinu verður skoðað hvaða hlutverki ljósmyndin hefur gegnt í frásögn um stríð og öllu því tengdu frá árdögum ljósmyndarinnar. Hvaða áhrif hafði ljósmyndin á skoðanir og tilfinningar almennings í upphafi ljósmyndasögunnar og hvernig hefur hún haft áhrif í gegn um tíðina? Hvernig hefur notkun ljósmyndarinnar þróast? Hvenær og hvernig hefur ljósmyndin haft lykiláhrif á stríðsrekstur og bardaga? Hversu mikilvægur er ljósmyndarinn í áhrifamætti ljósmynda í stríði? Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig ljósmyndin hefur birst almenningi síðustu hundrað og fimmtíu ár í tengslum við stríð og stríðsrekstur. Farið verður yfir það hvernig almenningur uppgötvaði áhrif og afleiðingar stríðsins á mismundandi tímum, allt frá miðri 19. öld, fyrir tilstuðlan ljósmyndara sem ferðuðust til stríðshrjáðra staða til að safna myndrænum heimildum. Skoðað verður hvernig ljósmyndin varð ein helsta heimildin til að draga upp skýra mynd af atburðum sem annars var almenningi hulinn eða óskýr. Á námskeiðinu er fjallað um: • Hvernig ljósmyndin hefur gefið almenningi innsýn í stríð frá miðri nítjándu öld til okkar daga. • Hvernig hlutverk ljósmyndarinnar í stríði hefur þróast.
Lesa meira
Umsóknarfrestur um námsdvöl í Berlín framlengdur
Tilkynning

Umsóknarfrestur um námsdvöl í Berlín framlengdur

Frjálsi háskólinn í Berlín hefur  auglýst eftir umsóknum um námsdvöl í Berlín fyrir reynda blaðamenn í Evrópu eða í Bandaríkjum. Umsóknarfrestur sem áður hafði verið auglýstur til 28. febrúar  hefur nú verið framlengdur til 31.mars 2015. Um er að ræða styrk til dvalar við Frjálsa háskólann eða Freie Universität. Blaðamenn geta fengið tækifæri til tveggja anna dvalar við Freie Universitaet á meðan þeir eru í leyfi frá stöðum sínum í heimalandinu. Prógrammið hefst í október 2015og stendur fram í júlí 2016. Einu skilyrðin sem uppfylla þarf er að viðkomandi sé starfandi blaðamaður og að hann hyggist vinna að fræðilegu verkefni á sviði blaðamennsku. Fjárhagslegi styrkurinn nemur um 1.500 evrum á mánuði en getur þó verið meiri eða minni eftir því hvers konar styrk er um að ræða.. Sjá frekari upplýsingar hér  
Lesa meira
Penninn eða sverðið - er tjáningarfrelsið í hættu?
Tilkynning

Penninn eða sverðið - er tjáningarfrelsið í hættu?

Er penninn máttugri en sverðið? Hverjar eru mögulegar ástæður voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo?  Af hverju er myndbirtingabann í islam? Hvaða áhrif geta voðaverkin haft á tjáningarfrelsi okkar og önnur mannréttindi? Er tjáningarfrelsið aðeins mikilvægt á tyllidögum? Þetta og fleira verður rætt á hádegisfundi fjölmiðlanefndar og Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands sem fram fer í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, þriðjudaginn 20. janúar 2015. Fundurinn hefst kl. 11:50 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.  Frummælendur verða Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki, Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og Þórir Jónsson Hraundal sagnfræðingur. Þórir Jónsson Hraundal talar um bakgrunn myndbirtingabanns í islam, ýmsar algengar hugmyndir Vesturlandabúa um múslima og trú þeirra, og veltir upp nokkrum spurningum um mögulegar undirliggjandi ástæður voðaverkanna í París. Elfa Ýr Gylfadóttir fjallar um hvaða áhrif voðaverkin í París geti haft á tjáningarfrelsi og borgaraleg réttindi á Vesturlöndum. Elfa Ýr fjallar jafnframt um hvað beri að varast og leggur áherslu á að tjáningarfrelsi eru réttindi sem við höfum aflað okkur á löngum tíma og þau þurfi að verja og vernda. Róbert H. Haraldsson fjallar um tjáningarfrelsið og mörk þess í heimspekilegu samhengi og rétt einstaklingsins til að hugsa frjálslega og tjá hugsanir sínar óþvingað og óttalaust. Hannt fjallar sérstaklega um tjáningarfrelsið í tengslum við birtingu trúarlegra skopmynda í Jyllands-Posten og í tímaritinu Charlie Hebdo. Að framsögum loknum verða fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri verður Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ og nefndarmaður í fjölmiðlanefnd. Miðað er við að fundurinn standi til kl. 13:10.  
Lesa meira
Blaðamannastyrkir Norðurlandaráðs - umsóknarfrestur til 12. janúar
Tilkynning

Blaðamannastyrkir Norðurlandaráðs - umsóknarfrestur til 12. janúar

Blaðamannastyrkir Norðurlandaráðs árið 2015 eru nú lausir til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á hádegi 12. janúar nk. Markmiðið með árlegum blaðamannastyrkjum Norðurlandaráðs er að auka áhuga blaðamanna og veita þeim tækifæri til að fjalla um aðstæður annars staðar á Norðurlöndum og greina frá norrænu samstarfi. Í sjóðnum eru samtals 450.000 danskar krónur til úthlutunar, þ.e.a.s 90.000 danskar krónur í hverju landi (u.þ.b. 1.874.000 ISK).  Sjá nánar hér    
Lesa meira