Fréttir

Tilkynning

Á íslenska sér framtíð í tölvuheiminum?

Hádegisfundur miðvikudaginn 8. maí kl. 12-14 á Grand hóteli„Á íslenska sér framtíð í tölvuheiminum?“ Twitter umræður: @SkyIceland #islenska Skráningarform Sprenging er að verða í efni og lausnum sem Íslendingar hafa aðgang að á netinu.  Það er sífellt stærri ögrun að íslenska allt þetta efni. Fleiri þjóðir og tungumálasvæði standa frami fyrir sama verkefni. Á Íslandi er hópur einstaklinga sem hefur látið sig mál þetta varða. Á hádegisfundi Ský munum við fá innsýn í verkefni og verkfæri sem gerð hafa verið til að auðvelda okkur það að eiga samskipti við tölvur á íslensku.  Á fundinum verður leitast við að gefa yfirlit yfir íslensk máltækniverkefni. Einnig verður 5. útgáfa Tölvuorðasafns Orðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands opnað formlega á fundinum. Fundurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á þýðingum, varðveislu íslenskrar tungu og samskiptum manns og tölvu. Dagskrá: 11:45-12:00  Afhending ráðstefnugagna 12:00-12:20  Fundur settur – matur borinn fram 12:15-12:40  Ávarp og formleg opnun 5. útgáfu Tölvuorðasafns Kynning á 5. útgáfu TölvuorðasafnsinsSigrún Helgadóttir, orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands Kveðja til orðanefndarSigrún Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Ský 12:40-13:00  Settu ríplætúol á meilið og séséaðu á mig                      Eða gætum við kannski talað um tölvur á íslensku?                      Haraldur Bernharðsson, Íslenskri málnefnd 13:00-13:20  Opin málföng í þágu fyrirtækja og almennings                      Eiríkur Rögnvaldsson, Háskóla Íslands 13:20-13:40  Talgreining á íslensku – hvað þarf til?                      Jón Guðnason, Háskólanum í Reykjavík 13:40-14:00  Hvaða þýðingu hefur máltækni fyrir atvinnulífið                      Garðar Þ. Guðgeirsson, Tryggingamiðstöðinni 14:00 Fundi slitið Fundarstjóri: Hjörtur Grétarsson, stjórn Ský Matseðill: Hunangsgljáð kalkúnabringa með ávaxta- og ostafyllingu, rauðlauks confit og supremesósu.Kaffi/te og konfekt á eftir. Verð fyrir félagsmenn Ský:  4.900 kr.Verð fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.Verð fyrir fólk utan vinnumarkaðar: 3.000 kr.
Lesa meira
Tilkynning

Þrír fundir um kosningarnar í H.Í.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Stjórnmálafræðideild HÍ standa fyrir þremur opnum fundum í Háskóla Íslands í aðdraganda alþingiskosninga 2013. Fræðimenn á sviði stjórnmálafræði og sagnfræði spá í spilin.        1. Föstudaginn 19. apríl kl. 12-13 í Lögbergi st. 101. Guðni Th. Jóhannesson lektor í sagnfræði: Stjórnarkreppan mikla. Hvers vegna munu  stjórnarmyndunarviðræður ganga illa eftir alþingiskosningarnar í apríl 2013?.         Í fyrirlestrinum verða stjórnarmyndunarviðræður skoðaðar í sögulegu ljósi og m.a. leidd rök að því  að eftir þingkosningarnar framundan muni reynast erfitt að koma saman  ríkisstjórn og stjórnar. Umræðum stjórnar Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður.   2. Mánudaginn 22.apríl kl. 12-13 í Odda st. 101. Dr. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði og Dr. Stefanía Óskarsdóttir lektor í stjórnmálafræði:  Hver er staðan í íslenskum stjórnmálum fimm dögum fyrir Alþingiskosningar?         Talsverðar líkur eru á gjörbreyttu pólitísku landslagi eftir alþingiskosningarnar sem haldnar verða 27. apríl n.k.  Miklar sviptingar eru innan flokka, ný framboð hafa komið fram og fylgi flokka og framboða er á fleygiferð.  Stjórnmálafræðingarnir munu fjalla um stöðuna í íslenskum stjórnmálum  fimm dögum fyrir kosningar.  Umræðum stjórnar Höskuldur Kári Schram fréttamaður á Stöð 2. 3. Miðvikudaginn 24. apríl kl. 12:15-13:15 í Odda st 101. Dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur og doktorsnemi:  Hvernig hegða kjósendur sér? Fjöldi nýrra framboða og miklar fylgissveiflur í skoðanakönnunum veldur því að líklega hefur aldrei verið eins erfitt að ráða í hegðun kjósenda og nú þegar alþingiskosningar eru rétt handan við hornið.  Í erindum sínum ræða  stjórnmálafræðingarnir um hegðun kjósenda. Ólafur Þ Harðarson ræðir Kosningasveiflur og nýir flokka og í erindi Evu Heiðau Önnudóttir doktorsnema í stjórnmálafræði  Nýir  kjósendur, gamlir flokkar?: Tryggð kjósenda við stjórnmálaflokka og  nálægð á hugmyndafræði fjallar hún m.a. um minnkandi tryggð kjósenda og minni áhrif vinstri-hægri nálægðar við stjórnmálaflokk á það sem fólk kýs.  
Lesa meira
Tilkynning

Umsóknarfrestur vegna orlofshúsa er 2. apríl

Umsóknarfrestur vegna sumarleigu á orlofshúsum Blaðamannafélags Íslands í Stykkishólmi, á Akureyri og í Brekkuskógi er til og með þriðjudeginum 2. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublöðeru hér á press.is, en einnig er hægt að senda tölvupóst á orlofshus@press.is">orlofshus@press.is Um er að ræða vikuleigu frá föstudegi til föstudags. Samtals 13 vikur frá 31.maí til og með 30.ágúst. Tilgreinið fleiri en einn möguleika til þess að auðvelda úthlutun. Raðhúsið á Akureyri er með svefnplássi fyrir 7-8 Stóra-Brekka með gestahúsi er með svefnplássi fyrir 9-10 í rúmum.Litla-Brekka er með svefnplássi fyrir 5-6.Stykkishólmur er með svefnplássi fyrir 12-14. Vikuleiga fyrir fullgilda félagsmenn Bí á Akureyri og Stóru-Brekku er 20 þús., í Stykkishólmi 25 þús. og vikuleiga fyrir Litlu-Brekku 15 þús.Myndir og upplýsingar má sjá hér á heimasíðunni Orlofshúsin í Brekku voru endurnýjuð öll að innan fyrir fáum árum síðan og íbúðin á Akureyri var öll endurnýjuð fyrir sex árum síðan og pallurinn við húsið fyrir tveimur árum. Húsið í Stykkishólmi er byggt árið 2006. Veiðikort og hótelkort verða til sölu á sktrifstofu félagsins eins og verið hefur. Munið 2. apríl!
Lesa meira
Tilkynning

Aðalfundur BÍ 2013

Aðalfundur BÍ 2013 Þriðjudaginn 23. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2013 verður haldinnþriðjudaginn 23. apríl n.k. í húsnæði félagsins að Síðumúla 23 og hefstfundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndumKosningarÖnnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta
Lesa meira
Steinunn Stefánsdóttir
Tilkynning

Félag fjölmiðlakvenna harmar brotthvarf Steinunnar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi um stöðu kvenna í fjölmiðlum sem haldinn var í Sólon í gærkvöldi: Félag fjölmiðlakvenna biður um skýringar á því hvers vegna fjölmiðlafyrirtækið 365 taldi rétt að semja um starfslok Steinunnar Stefánsdóttur sem aðstoðarritsstjóra Fréttablaðsins. Steinunn hefur staðið sem klettur á Fréttablaðinu þau tólf ár sem blaðið hefur komið út. Hún hefur starfað sem aðstoðarritsstjóri á sama tíma og Kári Jónasson, Þorsteinn Pálsson, Jón Kaldal og Ólafur Stephensen vermdu ritstjórastólinn. Hvers vegna kjósið þið forráðamenn 365 að setja enn einn karlinn, Mikael Torfason, í ritstjórastól og er virðist á kostnað hennar?  Stjórn Félag fjölmiðlakvenna harmar þá niðurstöðu að Steinunn víki úr forvarðarsveit Fréttablaðsins. Staða kvenna í efstu stöðum ritstjórna dagblaða og annarra fréttamiðla er rýr. Félag fjölmiðlakvenna telur að nú sé kominn tími til að gera breytingar þar á og fer fram á að konum í áhrifastöðum innan fjölmiðla verði fjölgað. Úr hæfum hópi er að velja. Félag fjölmiðlakvenna.  
Lesa meira
Á neðri hæð safnsins opnar einnig á sama tíma gestasýning Blaðaljósmyndarfélgsins. Sýningin ber heit…
Tilkynning

Blaðamannaverðlaun og Myndir ársins

Laugardaginn 9. mars nk. verður sýningin Myndir ársins 2012 opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Veitt verða ljósmyndaverðlaun í sjö flokkum og tvö bestu myndskeið ársins 2012 verða einnig verðlaunuð. Samhliða verða afhent Blaðamannaverðlaun í fjórum flokkum. Einnig opnar á neðri hæð safnsins gestasýning Blaðaljósmyndarafélasins. Að þessu sinni er það Þórir Guðmundsson sem sýnir myndir sem hann hefur tekið í ferðum sínum fyrir Rauðkross Íslands, sýningin ber hetið ,,Á vettvangi vonar". Þetta er í 19. skipti sem sýningin er haldin í Gerðarsafni og hefur sýningin jafnan verið ein sú fjölsóttasta á safninu. Á sýningunni í ár eru 133 myndir sem valdar voru úr tæplega 1000 myndum sem bárust í forvalið. Sýningin stendur til og með 28. apríl nk. Úr formála sýningarskrárinnar: „Á sýningunni í ár eru 133 myndir og eru flokkarnir þeir sömu og undanfarin ár: Fréttir, íþróttir, portrett, tímarit, umhverfi, daglegt líf og myndaraðir. Veitt eru verðlaun fyrir bestu myndina í öllum flokkum og þar að auki er valin mynd ársins úr öllum innsendum myndum. Það voru tvær þriggja manna dómnefndir auk formanns dómnefndar sem fóru í gegnum þær tæplega 1000 myndir sem bárust í keppnina. Ákveðið var að brydda upp á þeirri nýjung að skipta flokkunum á þessar tvær dómnefndir og reyndist það mjög vel. Bjarni Eiríksson, Dagur Gunnarsson og Karl Petersson skipuðu dómnefndina sem fór í gegnum fréttamyndirnar, íþróttamyndirnar og myndraðirnar. Gísli Egill Hrafnsson, Haraldur Hannes Guðmundsson og Hörður Sveinsson sátu í dómnefndinni sem fór í gegnum tímaritamyndirnar, portrettin, daglegt líf og umhverfi. Sameiginlega völdu dómnefndirnar svo mynd ársins og hafði formaður dómnefndar, Þorkell Þorkelsson, þar atkvæðarétt. Hann var þar að auki dómnefndum innan handar við störfin. Flokkarnir fyrir myndskeiðin eru: Fréttamynd, daglegt líf, lífsbarátta, fagmennska, náttúruhamfarir og landslag. Veitt eru verðlaun fyrir tvö bestu myndskeiðin óháð flokkum. Þriggja manna dómnefnd fór í gegnum myndskeiðin sem bárust í ár. Hana skipuðu: Ingi R. Ingason framleiðandi og kvikmyndatökumaður, Sólveig Kr. Bergmann fréttamaður og Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður. Við viljum þakka öllum þeim sem komu að undirbúningi og styrktu sýninguna í ár kærlega fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Íslandsbanki styrkir sýninguna í ár með veglegum verðlaunum. Einnig viljum við þakka Blaðamannafélagi Íslands fyrir stuðninginn. Samhliða sýningunni kemur út bókin, Myndir ársins 2012, sem Sögur útgáfa gefur út. Í bókinni eru allar myndirnar sem eru á sýningunni auk þess var nokkrum fréttamyndum bætt við. Cristopher Lund sá um prentun ljósmynda á sýningunni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Við viljum vekja athygli á því að á neðri hæð Gerðarsafns sýnir Þórir Guðmundsson myndir sem hann hefur tekið á vettvangi hjálparstarfs víða um heim, sýningin ber heitið Á vettvangi vonar.“
Lesa meira
Tilkynning

Myndir ársins 2012

Laugardaginn 9. mars nk. verður sýningin Myndir ársins 2012 opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Veitt verða ljósmyndaverðlaun í sjö flokkum og tvö bestu myndskeið ársins 2012 verða einnig verðlaunuð. Samhliða verða afhent Blaðamannaverðlaun í fjórum flokkum. Einnig opnar á neðri hæð safnsins gestasýning Blaðaljósmyndarafélagsins. Að þessu sinni er það Þórir Guðmundsson sem sýnir myndir sem hann hefur tekið í ferðum sínum fyrir Rauðakross Íslands, sýningin ber heitið: ,,Á vettvangi vonar".Þetta er í 19. skipti sem sýningin er haldin í Gerðarsafni og hefur sýningin jafnan verið ein sú fjölsóttasta á safninu. Á sýningunni í ár eru 133 myndir sem valdar voru úr tæplega 1000 myndum sem bárust í forvalið. Sýningin stendur til og með 28. apríl nk.
Lesa meira
Tilkynning

Ráðstefna um rannsóknarblaðamennsku

Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi verður með ráðstefnu um rannsóknarblaðamennsku laugardaginn 6. apríl á Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir). Líkt og í fyrra verða bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni. Nils Hanson, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins þáttarins Uppdrag Granskning á sænska ríkissjónvarpinu, hefur staðfest komu sína á ráðstefnuna. Nils Hanson kallar fyrirlestur sinn ABC of Investigative Journalism. Dagskrá ráðstefnunnar er í vinnslu og verður kynnt á næstunni, en ráðstefnan mun standa allan daginn. Ráðstefnugjaldið er 20.000. Greiða þarf 2.000 kr. staðfestingargjald við skráningu, en BÍ greiðir restina af ráðstefnugjaldinu, 18.000 kr. fyrir sína félagsmenn. Félagar í Félagi fréttamanna á RÚV þurfa að greiða allt ráðstefnugjaldið sjálfir og sækja svo um endurmenntunarstyrk hjá BHM sem hefur gefið vilyrði fyrir styrkjum til sinna félagsmanna. Félagsmenn annarra stéttarfélaga (s.s. myndatökumenn, pródúsentar, ljósmyndarar, tæknifólk) eru hvattir til að kynna sér endurmenntunarstyrki sinna stéttarfélaga. Skráning á ráðstefnuna fer fram hjá starfsmanni ICIJ, Brynju Dögg Friðriksdóttur icij@hi.is Síðasti dagur til að skrá sig á ráðstefnuna er föstudagurinn 22. mars.
Lesa meira
Tilkynning

Pressukvöld með Annie Machon

Blaðamannafélag Íslands og Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi standa fyrir Pressukvöldi með Annie Machon, fyrrum njósnara MI5 og framkvæmdastjóra LEAP, í Gym & Tonic salnum á Kex hosteli, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30. ,,The War Against Drugs, The War Against Terror and The War Against the Internet are all interconnected,” Annie MaconMachon starfaði í fimm ár í innanlandsdeild bresku leyniþjónustunnar, MI5, en hætti störfum og gerðist uppljóstrari til að fletta ofan af vanhæfni og lögbrotum fjölmargra njósnara stofnunarinnar. Machon er þekkt fyrir sérþekkingu sína á fjölmiðlum, ýmsum sviðum stjórnsýslu og starfsemi leyni- og öryggisstofnana. Hún beitir sér fyrir opnari stjórnsýslu og ábyrgð hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum.Machon er eftirsóttur ræðumaður og á Pressukvöldinu mun hún fjalla um uppljóstrara og vernd þeirra ásamt því að ræða eigin reynslu af störfum sínum fyrir bresku leyniþjónustuna MI5. Pressukvöldið er eins og áður segir í Gym & Tonic sal Kex Hostelsins, Skúlagötu 28, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30.  Það er Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, sem skipuleggur komu Machon til landsins.  Machon mun halda fjölda fyrirlestra á vegum Snarrótarinnar dagana 21.-28. febrúar um frelsi internetsins, fíkniefnastríðið og persónunjósnir. Nánari upplýsingar um fyrirlestrarröð Machon og viðburði á vegum Snarrótarinnar, má finna á heimasíðu samtakanna; www.snarrotin.is Þar er einnig ítarefni, m.a. viðtöl við hana. Hægt er að kynna sér störf Machon á heimasíðu hennar;  www.anniemachon.ch og starfsemi LEAP (Law Enforcement Against Prohibition) hér; www.leap.cc
Lesa meira
Tilkynning

Fyrirlestur: Ný heimildaljósmyndun í brennidepli

Ný heimildaljósmyndun í brennidepli – fyrirlestur í Norræna Húsinu Hinn grísk-breski heimildaljósmyndari George Georgiou mun halda fyrirlestur um ljósmyndun sína í Norræna Húsinu laugardaginn 9. febrúar klukkan 13. Hann var listrænn leiðbeinandi Borderlines-ljósmyndaverkefnisins sem nú er til sýnis á jarðhæð Norræna Hússins á vegum FÍSL. George er margverðlaunaður en hann hefur undanfarinn áratug dvalist og myndað í Austur-Evrópu, Tyrklandi og á Balkanskaga. Fyrirlesturinn fer fram á ensku en mun George aðallega lýsa tveimur nýlegum verkum sínum:Invisible London samanstendur af myndum sem hann tekur úr strætó á ferðalögum sínum um London. Þannig tekst honum oft á tíðum að ná myndum af einlægum augnablikum sem hann gæti illa gert berskjaldaður á götum London. Myndirnar bera ýmis merki þess að vera teknar úr breskum strætisvögnum og skapa einstaka mynd af borginni og íbúum hennar.Turkey/Faultlines/East/West er eins og nafnið gefur til kynna sería af myndum frá Tyrklandi, landi andstæðna, þar sem austrið og vestrið mætast. George bjó og vann í Tyrklandi í næstum fimm ár og fylgdist með þeim mikla uppgangi sem þar hefur verið síðastliðin ár. Eftir fyrirlesturinn veitist tækifæri til spjalls, bæði við George og þátttakendur í Borderlines, Valdísi Thor og Hallgerði Hallgrímsdóttur.Reykjavíkurborg og Canon-Nýherji styrkja sýninguna og Reykjavíkurborg styrkir sérstaklega komu George til landsins. Sjá:www.georgegeorgiou.net
Lesa meira