Fréttir

Tilkynning

Margmiðlunarnám í Borgarholtsskóla

Borgarholtsskóli hefur ákveðið að bjóða upp á nýtt og spennandimargmiðlunarnám með dreifnámsfyrirkomulagi nú í haust. Umsóknarfrestur ertil og með 12. ágúst nk. Námið er ætlað fólki með ólíka þekkingu ogbakgrunn sem vill öðlast alhliða hæfni í hönnun og miðlun efnis meðstafrænni tækni. Námið er bæði verklegt og fræðilegt og hentar vel þeimsem vilja ná góðum tökum á upplýsingatækni. Um er að ræða diplomunám (4. þrep) þar sem stúdentsprófs eða sambærilegrar menntunar erkrafist.Námið er hugsað sem alhliða kennsla og þjálfun í framsetningu og vinnsluefnis með stafrænum hætti; gerð prent-, kvikmynda- og vefefnis svoeitthvað sé nefnt. Það er trú Borgarholtsskóla að með því að bjóða upp á þetta nám séu þeir að uppfylla ákveðinn skort á heilsteyptu námi á þessu sviði sem muninýtast nemendum vel í starfi.Umsjónarmaður með náminu er Ari Halldórsson - Netfang: ari@bhs.is Sími:820- 2857
Lesa meira
Tilkynning

Myndsýn Íslendinga?

Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands, flytur erindi sitt Myndsýn Íslendinga?Hugleiðingar um myndnotkun opinberra aðila, myndbirtingu sjálfsmyndar þjóðarinnar og stöðu íslenskrar samtímaljósmyndunar. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 23. maí kl: 12:05.Þetta er síðasti fyrirlestur vetrarins í fyrirleströðinni. Físl tekur aftur upp þráðinn í haust. Fyrirlesturinn er frír og öllum opin.Frekari upplýsingar má fá hjá Félagi íslenskra samtímaljósmyndar fisl@fisl.is
Lesa meira
Tilkynning

Ársfundur ICIJ

Ársfundur ICIJ verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 20 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Síðumúla 23. Meðal þess sem verður rætt á fundinum er uppgjör vegna ráðstefnunnar í apríl sl, fjármögnun og starfsemi Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku næsta vetur og önnur mál.
Lesa meira
Tilkynning

Málþing um reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði

Málþing fjölmiðlanefndar um reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði Fjölmiðlanefnd stendur fyrir opnu málþingi um reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði að Hannesarholti við Grundarstíg 10, kl. 14.00 til 16.30 fimmtudaginn 16. maí n.k. Fjallað verður um ákvæði laga um fjölmiðla nr. 38/2011 sem gera fjölmiðlum sem sinna fréttum og fréttatengdu efni að setja sér reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði starfsmanna. Fjölmiðlanefnd telur mikilvægt að stuðla að faglegri umræðu um skyldu fjölmiðla til að setja sér slíkar reglur og efni þeirra og tryggja að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt útgefenda, ritstjóra og blaðamanna.  Til umfjöllunar á málþinginu verður m.a. efni og inntak slíkra reglna og hvernig ritstjórnarlegu sjálfstæði sé best fyrir komið í slíkum reglum. Þá verður rætt um hvort sömu sjónarmið eigi að gilda um setningu slíkra reglna hvað varðar prentmiðla og ljósvakamiðla, einkarekna miðla og ríkismiðla, staðbundna fjölmiðla og fjölmiðla sem ætlað er að ná til alls landsins og frímiðla og áskriftarmiðla? Ber að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði ritstjóra og blaða- og fréttamanna gagnvart eigendum eða á eigendum að vera frjálst að móta og framfylgja eigin ritstjórnarstefnu? Eru aðrar leiðir hentugri til að tryggja réttindi blaða- og fréttamanna, t.d. í gegnum kjarasamninga eins og gert er á Norðurlöndunum?  Karl Axelsson, settur formaður fjölmiðlanefndar verður fundarstjóri og stýrir jafnframt pallborði. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar mun fara yfir forsögu og inntak ákvæðis laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um skyldu til að setja slíkra reglur. Að því loknu mun Pétur Árni Jónsson, útgefandi Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta fjalla um hvort reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði eigi rétt á sér. Því næst tekur Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins til máls og fjallar um mikilvægi siðareglna. Að lokum fjallar Björn Vignir Sigurpálsson frá Blaðamannafélagi Íslands um ritstjóra í lykilhlutverkum. Guðrún Hálfdánardóttir fréttastjóri mbl.is og Anna Kristín Jónsdóttir, stjórnarmaður í Félagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu munu síðan taka þátt í pallborðsumræðum að loknum erindum ásamt frummælendum. Málþingið er öllum opið og án endurgjalds. Dagskrá málþings 14.00 Karl Axelsson, settur formaður fjölmiðlanefndar býður málþingsgesti velkomna. 14.10 Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar: Til hvers eru reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði? Forsaga og inntak 24. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. 14.25 Pétur Árni Jónsson, útgefandi Viðskiptablaðsins og Fiskifrétta: Eiga reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði rétt á sér? 14.40 Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins: Mikilvægi siðareglna. 14.55 Björn Vignir Sigurpálsson, blaðamaður og formaður Siðanefndar BÍ: Ritstjórar í lykilhlutverki. 15.10 Kaffihlé 15.30 Pallborðsumræður. Karl Axelsson stýrir pallborðsumræðum. Í pallborði sitja auk frummælenda þær Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri mbl.is og Anna Kristín Jónsdóttir, sem situr í stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu. 16.30 Málþingi lýkur.
Lesa meira
Tilkynning

Hvernig stóðu fjölmiðlar sig í aðdraganda kosninga?

Pressukvöld Hvernig stóðu fjölmiðlar sig í aðdraganda kosninga? Blaðamannafélag Íslands boðar til Pressukvölds þriðjudagskvöldið 7. maí kl. 20. Ætlunin er að skoða hvernig fjölmiðlarnir stóðu sig í aðdraganda kosninga. Fundarstjóri er Katrín Pálsdóttir, kennari í HÍ og HR og blaðamaður og félagi í BÍ no: 42! Frummælendur eru: Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði Kristján Már Unnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2 Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum BÍ í Síðumúla 23 og er öllum opin. Heitt verður á könnunni.
Lesa meira
Tilkynning

Á íslenska sér framtíð í tölvuheiminum?

Hádegisfundur miðvikudaginn 8. maí kl. 12-14 á Grand hóteli„Á íslenska sér framtíð í tölvuheiminum?“ Twitter umræður: @SkyIceland #islenska Skráningarform Sprenging er að verða í efni og lausnum sem Íslendingar hafa aðgang að á netinu.  Það er sífellt stærri ögrun að íslenska allt þetta efni. Fleiri þjóðir og tungumálasvæði standa frami fyrir sama verkefni. Á Íslandi er hópur einstaklinga sem hefur látið sig mál þetta varða. Á hádegisfundi Ský munum við fá innsýn í verkefni og verkfæri sem gerð hafa verið til að auðvelda okkur það að eiga samskipti við tölvur á íslensku.  Á fundinum verður leitast við að gefa yfirlit yfir íslensk máltækniverkefni. Einnig verður 5. útgáfa Tölvuorðasafns Orðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands opnað formlega á fundinum. Fundurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á þýðingum, varðveislu íslenskrar tungu og samskiptum manns og tölvu. Dagskrá: 11:45-12:00  Afhending ráðstefnugagna 12:00-12:20  Fundur settur – matur borinn fram 12:15-12:40  Ávarp og formleg opnun 5. útgáfu Tölvuorðasafns Kynning á 5. útgáfu TölvuorðasafnsinsSigrún Helgadóttir, orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands Kveðja til orðanefndarSigrún Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Ský 12:40-13:00  Settu ríplætúol á meilið og séséaðu á mig                      Eða gætum við kannski talað um tölvur á íslensku?                      Haraldur Bernharðsson, Íslenskri málnefnd 13:00-13:20  Opin málföng í þágu fyrirtækja og almennings                      Eiríkur Rögnvaldsson, Háskóla Íslands 13:20-13:40  Talgreining á íslensku – hvað þarf til?                      Jón Guðnason, Háskólanum í Reykjavík 13:40-14:00  Hvaða þýðingu hefur máltækni fyrir atvinnulífið                      Garðar Þ. Guðgeirsson, Tryggingamiðstöðinni 14:00 Fundi slitið Fundarstjóri: Hjörtur Grétarsson, stjórn Ský Matseðill: Hunangsgljáð kalkúnabringa með ávaxta- og ostafyllingu, rauðlauks confit og supremesósu.Kaffi/te og konfekt á eftir. Verð fyrir félagsmenn Ský:  4.900 kr.Verð fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.Verð fyrir fólk utan vinnumarkaðar: 3.000 kr.
Lesa meira
Tilkynning

Þrír fundir um kosningarnar í H.Í.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Stjórnmálafræðideild HÍ standa fyrir þremur opnum fundum í Háskóla Íslands í aðdraganda alþingiskosninga 2013. Fræðimenn á sviði stjórnmálafræði og sagnfræði spá í spilin.        1. Föstudaginn 19. apríl kl. 12-13 í Lögbergi st. 101. Guðni Th. Jóhannesson lektor í sagnfræði: Stjórnarkreppan mikla. Hvers vegna munu  stjórnarmyndunarviðræður ganga illa eftir alþingiskosningarnar í apríl 2013?.         Í fyrirlestrinum verða stjórnarmyndunarviðræður skoðaðar í sögulegu ljósi og m.a. leidd rök að því  að eftir þingkosningarnar framundan muni reynast erfitt að koma saman  ríkisstjórn og stjórnar. Umræðum stjórnar Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður.   2. Mánudaginn 22.apríl kl. 12-13 í Odda st. 101. Dr. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði og Dr. Stefanía Óskarsdóttir lektor í stjórnmálafræði:  Hver er staðan í íslenskum stjórnmálum fimm dögum fyrir Alþingiskosningar?         Talsverðar líkur eru á gjörbreyttu pólitísku landslagi eftir alþingiskosningarnar sem haldnar verða 27. apríl n.k.  Miklar sviptingar eru innan flokka, ný framboð hafa komið fram og fylgi flokka og framboða er á fleygiferð.  Stjórnmálafræðingarnir munu fjalla um stöðuna í íslenskum stjórnmálum  fimm dögum fyrir kosningar.  Umræðum stjórnar Höskuldur Kári Schram fréttamaður á Stöð 2. 3. Miðvikudaginn 24. apríl kl. 12:15-13:15 í Odda st 101. Dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur og doktorsnemi:  Hvernig hegða kjósendur sér? Fjöldi nýrra framboða og miklar fylgissveiflur í skoðanakönnunum veldur því að líklega hefur aldrei verið eins erfitt að ráða í hegðun kjósenda og nú þegar alþingiskosningar eru rétt handan við hornið.  Í erindum sínum ræða  stjórnmálafræðingarnir um hegðun kjósenda. Ólafur Þ Harðarson ræðir Kosningasveiflur og nýir flokka og í erindi Evu Heiðau Önnudóttir doktorsnema í stjórnmálafræði  Nýir  kjósendur, gamlir flokkar?: Tryggð kjósenda við stjórnmálaflokka og  nálægð á hugmyndafræði fjallar hún m.a. um minnkandi tryggð kjósenda og minni áhrif vinstri-hægri nálægðar við stjórnmálaflokk á það sem fólk kýs.  
Lesa meira
Tilkynning

Umsóknarfrestur vegna orlofshúsa er 2. apríl

Umsóknarfrestur vegna sumarleigu á orlofshúsum Blaðamannafélags Íslands í Stykkishólmi, á Akureyri og í Brekkuskógi er til og með þriðjudeginum 2. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublöðeru hér á press.is, en einnig er hægt að senda tölvupóst á orlofshus@press.is">orlofshus@press.is Um er að ræða vikuleigu frá föstudegi til föstudags. Samtals 13 vikur frá 31.maí til og með 30.ágúst. Tilgreinið fleiri en einn möguleika til þess að auðvelda úthlutun. Raðhúsið á Akureyri er með svefnplássi fyrir 7-8 Stóra-Brekka með gestahúsi er með svefnplássi fyrir 9-10 í rúmum.Litla-Brekka er með svefnplássi fyrir 5-6.Stykkishólmur er með svefnplássi fyrir 12-14. Vikuleiga fyrir fullgilda félagsmenn Bí á Akureyri og Stóru-Brekku er 20 þús., í Stykkishólmi 25 þús. og vikuleiga fyrir Litlu-Brekku 15 þús.Myndir og upplýsingar má sjá hér á heimasíðunni Orlofshúsin í Brekku voru endurnýjuð öll að innan fyrir fáum árum síðan og íbúðin á Akureyri var öll endurnýjuð fyrir sex árum síðan og pallurinn við húsið fyrir tveimur árum. Húsið í Stykkishólmi er byggt árið 2006. Veiðikort og hótelkort verða til sölu á sktrifstofu félagsins eins og verið hefur. Munið 2. apríl!
Lesa meira
Tilkynning

Aðalfundur BÍ 2013

Aðalfundur BÍ 2013 Þriðjudaginn 23. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2013 verður haldinnþriðjudaginn 23. apríl n.k. í húsnæði félagsins að Síðumúla 23 og hefstfundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndumKosningarÖnnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta
Lesa meira
Steinunn Stefánsdóttir
Tilkynning

Félag fjölmiðlakvenna harmar brotthvarf Steinunnar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi um stöðu kvenna í fjölmiðlum sem haldinn var í Sólon í gærkvöldi: Félag fjölmiðlakvenna biður um skýringar á því hvers vegna fjölmiðlafyrirtækið 365 taldi rétt að semja um starfslok Steinunnar Stefánsdóttur sem aðstoðarritsstjóra Fréttablaðsins. Steinunn hefur staðið sem klettur á Fréttablaðinu þau tólf ár sem blaðið hefur komið út. Hún hefur starfað sem aðstoðarritsstjóri á sama tíma og Kári Jónasson, Þorsteinn Pálsson, Jón Kaldal og Ólafur Stephensen vermdu ritstjórastólinn. Hvers vegna kjósið þið forráðamenn 365 að setja enn einn karlinn, Mikael Torfason, í ritstjórastól og er virðist á kostnað hennar?  Stjórn Félag fjölmiðlakvenna harmar þá niðurstöðu að Steinunn víki úr forvarðarsveit Fréttablaðsins. Staða kvenna í efstu stöðum ritstjórna dagblaða og annarra fréttamiðla er rýr. Félag fjölmiðlakvenna telur að nú sé kominn tími til að gera breytingar þar á og fer fram á að konum í áhrifastöðum innan fjölmiðla verði fjölgað. Úr hæfum hópi er að velja. Félag fjölmiðlakvenna.  
Lesa meira