Fréttir

Tilkynning

Niðurstöður sérfræðingahóps um stjórnarskrárdrögin

Niðurstöður sérfræðingahóps um stjórnarskrárdrögin Opinn fundur föstudaginn 16. nóvember kl. 12:15 –13:30 í dómsal Háskólans í Reykjavík, stofu M103 á vegum Lagadeild Háskólans í Reykjavík í samstarfi við lagadeildir Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst, Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ Nýlega skilaði sérfræðinganefnd niðurstöðum sínum um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Á fundinum verður vinna, niðurstöður og ábendingar sérfræðinganna kynntar og rætt hvað skuli gera næst í stjórnarskrármálinu. Erindi flytja Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og sérfræðingur við lagadeild HR, dr. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild HÍ og Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ sem áttu sæti í sérfræðingahópnum, Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst. Almennar umræður.
Lesa meira
Tilkynning

Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga

Upplýsingaréttur almennings: Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 50/1996. Fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13-17. Kennari Kjartan B. Björgvinsson lögfræðingur við EFTA dómstólinn í Luxemburg. Þátttökugjald kr. 11.800.-. Skráning á námskeiðið. Frekari upplýsingar og lýsing á námskeiðinu HÉRStaðsetning: Húsnæði Endurmenntunarstofnunar HÍ við Dunhaga Markhópur námskeiðsins eru: Stjórnendur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem þurfa að skipuleggja öðlast yfirsýn um það hvernig ber almennt að vinna úr beiðnum sem berast á grundvelli laganna og hvaða kröfur slíkt gerir til stofnunar þeirra.Starfsmenn stjórnsýslunnar sem leysa þurfa úr álitaefnum um hvort veita eigi aðgang að upplýsingum.Fjölmiðlamenn, fræðimenn og allir aðrir sem áhuga hafa á að nýta sér lögin til að kynna sér gögn og upplýsingar í vörslum stjórnvalda.
Lesa meira
Tilkynning

Erindi um kosningarnar í BNA

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við bandaríska sendiráðið býður til opins fundar með Dr. James A. Thurber, mánudaginn 5. nóvember kl. 12 í Lögbergi 101. Dr. Thurber er prófessor við American University í Washington D.C. og forstöðumaður Center for Congressional and Presidential Studies. Í erindi sínu mun Dr. Thurber skoða þau málefni sem helst standa upp úr í lok kosningabaráttunnar og spá í spilin degi fyrir kosningarnar vestanhafs. Meðal þess sem Thurber veltir upp er hvort Obama takist að halda forsetaembættinu eða von sé á nýjum íbúum í Hvíta húsið? Þá spyr hann hvaða málefni hafa staðið upp úr í kosningabaráttunni, og hversu miklu máli frammistaða í kappræðum skipti í raun? Hversu erfitt er að vinna annað kjörtímabil fyrir Obama í ljósi bágs efnahagsástands vestanhafs? Dr. James A. Thurber er einn þekktasti fræðimaður Bandaríkjanna á sínu sviði. Hann hefur skrifað fjölda bóka og meira en 75 fræðigreinar um bandaríska þingið, kosningar og kosningaframboð. Hann er tíður gestur fjölmiðla vestanhafs, vinsæll fyrirlesari víða, þar á meðal hér á landi en hann hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar í tengslum við kosningarnar 2008. Fundurinn fer fram á ensku og fundarstjóri er Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir.
Lesa meira
Tilkynning

Konur í stjórnmálum – brýnt erindi eða ljótur jakki?

Konur í stjórnmálum – brýnt erindi eða ljótur jakki? Er yfirskrift erindis sem Guðbjörg Hildur Kolbeins mun flytja á fundi hjá Femínistafélagi Íslands nú á fimmtudaginn,1. nóvember. Erindið fjallar um umfjöllun fjölmiðla um konur í kosningabaráttu og hlutfall kynjanna í kosningaumfjöllun fjölmiðla. Hin óvenjulega yfirskrift er sótt í umræðu sem orðið hefur um grænan jakka sem Angela Merkel klæddist í sumar og vakti mikla athygli. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Horninu í Hafnarstræti 5 og hefst kl. 20:00
Lesa meira
Tilkynning

Launakönnun BÍ af stað

Blaðamannafélag Íslands hefur undanfarin ár gert reglulega launakönnun á meðal fastráðinna félaga í BÍ. Nú er ein slík könnun í bígerð og munu blaðamenn á næstunni fá senda slóð á vefsvæði þar sem þeir geta svarað könnuninni. Könnunin er gerð af fyrirtækinu Intellecta sem er sérhæft í gerð slíkra kannana. Tryggt er að svör eru ekki rekjanleg til einstaklinga eða einstakra vinnustaða og sér Intellecta alfarið um að vinna úr svörunum og skila niðurstöðum til félagsins. Afar mikilvægt er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo raunsönn mynd fáist af kjörum félagsmanna og samninganefndin geti haft niðurstöðurnar til samanburðar við aðrar upplýsingar sem eru til um kjör í stéttinni og hver þróunin hefur orðið frá því síðasta könnun var gerð fyrir þremur árum síðan. Hvert og eitt ykkar fáið einnig mikilvægar upplýsingar í hendurnar um það hvað verið er að greiða öðrum í sambærilegum störfum og með sambærilegan bakgrunn hvað varðar menntun, reynslu og ábyrgð.
Lesa meira
Tilkynning

Þróun fjölmiðla - Þjóðarspegill HÍ

Þróun fjölmiðla - Þjóðarspegill í HÍ: Guðrún Ásta Guðmundsdóttir og Þorbjörn Broddason: "Hlutlægni frétta í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu". Andri Már Sigurðsson: "Adapt or die: Media innovations and the erosion of media boundaries". María Elísabet Pallé og Valgerður Anna Jóhannsdóttir: "Breyttust fjölmiðlar eftir hrun? Umfjöllun prentmiðla um fjármálastofnanir". Guðbjörg Hildur Kolbeins: "Siðferði og starfshættir íslenskra blaða- og fréttamanna"   Sjá nánar: http://www.fel.hi.is/sites/fel.hi.is/files/dagskra_2012_rod2.pdf
Lesa meira
Tilkynning

Aðalfundur Blaðaljósmyndarafélagsins

Aðalfundur Blaðaljósmyndarafélags Íslands verður haldinn 8. nóvemberl nk. kl. 20.00 í húsnæði BÍ að Síðumúla 23.  Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf, svo sem skipun stjórnar og lagabreytingar ef einhverjar tillögur koma fram. Einnig verður farið yfir greinargerð frá nefnd vegna sýningarinnar og svo önnur mál.
Lesa meira
Tilkynning

Síðdegisfyrirlestur um tjáningarfrelsi

Síðdegisfyrirlestur um tjáningarfrelsiSíðastliðið sumar kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóma í málum tveggja blaðamanna sem höfðu orðið að sæta ómerkingu ummæla fyrir íslenskum dómstólum og greiða miskabætur vegna skrifa sinna í tvö íslensk blöð. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt við 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu,  sem verndar tjáningarfrelsið. Dómarnir hafa verið tilefni umræðu og vakið áleitnar spurningar um réttarstöðu blaðamanna, vernd tjáningarfrelsis, samspil stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og hlutverk íslenskra dómstóla á þessu sviði. Um þetta verður fjallað á næsta síðdegisfyrirlestri LOGOS. Dagskrá: 1. Eiríkur Jónsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands - Breyting á réttarstöðu blaðamanna með lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla.2. Jakob Möller, hrl. - Frá Þorgeiri Þorgeirsyni til Bjarkar Eiðsdóttur- Dómaframkvæmd Hæstaréttar um tjáningarfrelsi í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu og dóma Mannréttindadómstólsins.3. Almennar umræður.Fundarstjóri verður Fannar Freyr Ívarsson, lögfræðingur. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu LOGOS lögmannsþjónustu, Efstaleiti 5, milli 16 og 18 fimmtudaginn 25. október. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir en tilkynnið vinsamlegast um þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið oddur@logos.is.
Lesa meira
Tilkynning

Vel heppnuð skemmtun fjölmiðlakvenna

Skemmtun Félags fjölmiðlakvenna í gærkvöldi þótti takast mjög vel. Sjá má umfjöllun um skemmtunina hér.
Lesa meira
Tilkynning

Fjölmiðlakonur hittast

Kæru fjölmiðlakonur. Loksins er komið að því að halda partý. Takið laugardaginn 8. september frá. Nánar síðar. Stjórnin
Lesa meira