Cavling verðlaunin: Veit fyrir umfjöllun um Danske Bank

Blaðamennirnir þrír: Simon Bendtsen (tv.), Eva Jung og Michael Lund.
Blaðamennirnir þrír: Simon Bendtsen (tv.), Eva Jung og Michael Lund.

Þau Eva Jung, Simon Bendtsen og Michael Lund frá Berlingske fengu dönsku Cavling verðlaun í ár en verðlaunaafhendingin fór fram í Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn.

Blaðamennirnir þrír fá Cavling verðlaunin fyrir umfjöllun Berlingske um peningaþvætti í Danske Bank. Í meira en eitt og hálft ár hafa þau Eva Jung, Simon Bendtsen og Michael Lund unnið að rannsóknum á þessu umfangsmikla fjársvikamáli sem teygir anga sína um allan heim. Umfjöllunin hefur leitt í ljós ótrúlegt framferði stjórnenda Danske bank sem meðal annars fólst í milljarða peningaþvætti. Uppljóstrunin hefur kostað stjórnendur bankans starfið og málið er nú rannsakað sem alþjóðlegt fjársvikamál.