Dagur fjölmiðlafrelsis: Öryggi blaðamanna sett á oddinn

Í dag, 3 maí, sem er dagur fjölmiðlafrelsis, ýtti Evrópusamband blaðamanna úr vör viðamikilli könnun um öryygi og vinnuaðsstæður blaðamanna í álfunni. Könnunin er hluti af víðtækara verkefni sem EFJ stendur fyrir og miðar að því að kortleggja og betrumbæta starfsumhverfi blaðamanna.

Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri EFJ segir að á umliðnum árum hafi öryggi blaðlamanna orðið sífellt mikilvægara mál, enda hafi árásir af öllu tagi á blaðamenn aldrei verið algengari – árásir sem jafnvel hafa verið banvænar. 

„Öryggi og velferð blaðamanna hefur um um langt skeið setið á hakanum og áherslan verið á hraða og sólarhringsvaktir í fréttaumfjöllun. Það er kominn tími til að horfa til þeirrar skyldu að hlúa að heilsu blaðamanna, jafnt aldlegri sem líkamlegri,“ segir Gutiérrez.

Með könnuninni meðal blaðamanna er hugmyndin að skoða hvernig blaðamenn skynja ógnanir við líkamlega og andlega heilsu sína og hvað vinnuveitendur séu að gera í málunum. Könnunina er hægt að taka með því að fara inn á heimasíðu EFJ hér.