Danir hungraðir í Netflix en kvarta yfir þýðingunum

Danir rétt eins og svo margir aðrir hafa tekið streymisveitunni Netflix með opnum örmum.
Danir rétt eins og svo margir aðrir hafa tekið streymisveitunni Netflix með opnum örmum.

Danir rétt eins og svo margir aðrir hafa tekið streymisveitunni Netflix með opnum örmum. Samkvæmt nýjum tölum frá DR Medieforskning eru 17% danskra heimila með aðgang að Netflix og hefur fjölgað hratt. Það gerir Netflix að sjöttu vinsælustu sjónvarpsstöðinni í Danmörku að því er kemur fram á vef Journalisten, sem haldið er út af dönsku blaðamannasamtökunum.

Margir hafa þó sett fyrir sig hve slök þýðing er á efni hjá Netflix og hefur því verið haldið fram að efnisveitan vilji ekki notast við reynda þýðendur en kjósi þess í stað að fá unga og óreynda þýðendur og launin séu í samræmi við það. Þar að auki hefur Netflix reynt að notast við hópvirkjun (crowdsourcing) þar sem notendur geta lagt til þýðingar en óhætt er að segja að það hafi ekki tekist vel. Einhverjir þeir sem hafa fengið sig fullsadda á slökum þýðingum hafa reynt að koma af stað undirskriftalista til að lýsa óánægju sinni en við dræmar undirtektir.