DV samþykkir samhljóða

Nýr kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Frjálsrar fjölmiðlunar, rekstraraðila DV og dv.is hefur verið samþykktur samhljóða.  Samningurinn var kynntur og um hann greidd atkvæði eftir hádegið í dag.  Þriðjungur blaðamanna á DV tók þátt í atkvæðagreiðslunni og var samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

 

Samninguinn gildir frá síðastliðnum mánaðamótum og er samhljóða samningi BÍ og SA að öðru leyti en því að þar er einnig að finna ákvæði um greiðslur vegna framsals á höfundarrétti.  Samkomulag hefur tekist við bændasamtökin um ákvæði kjarasamninga vegna útgáfu Bændablaðsins og gert er ráð fyrir að skrifað verði undir nýjan kjarasamning við Viðskiptablaðið á morgun, þriðjudag.