EFJ: Bág staða gerir fjölmiðla viðkvæma fyrir þrýstingi

Sendinefndin sem fór til Eistlands og Litháen
Sendinefndin sem fór til Eistlands og Litháen

Blaðamennska í Eystrasaltsríkjunum er undir gríðarlegum efnahaglegum þrýstingi sem gerir hana viðkvæmari fyrir pólitískum þrýstingu og áhrifum frá sérhagsmunum og almannatenglum.  Þetta er niðurstaða sendiefndar frá Evrópusambandi blaðamanna (EFJ) og Evrópumiðstöð um fjölmiðlafrelsi (ECPMF) sem heimsótti Litháen og Eistland dagana 22. -24. janúar síðast liðinn.  Rætt var við um 30 sérfræðinga, þar á meðal talsmenn stjórnvalda, háskólasamfélagsins, siðanefnda, blaðamanna, ritstjóra og útgefenda.

Í frétt frá EFJ segir að „miðað við smæð þessara samfélaga” sé þokkaleg fjölbreytni í fjölmiðlum í þessum ríkjum – Eistland með 1,3 milljón íbúa og Litháen með 2,8 milljónir. Þó sé samþjöppun eignarhals talsverð, en í báðum ríkjunum sé öflug almannaútvarp rekið á vegum ríkisins sem njóti virðingar og vinsælda.

 Athygli vekur að EFJ hefur áhyggjur af mikilli markaðsvæðingu miðlanna í þessum ríkjum og að skortur sé á markvissri fjölmiðlastefnu af hálfu ríkisins sem miði að því að styðja efnahagslega við ástundum faglegrar blaðamennsku. Slíkt hljóti að vera sérstaklega mikilvægt í ljósi smæðar markaðarins.  Bent er á að þetta eigi sérstaklega við um afskiptaleysisstefnu  stjórnvala í Eistlandi og ný ríkisstjórn í Litháen hafi þó uppi tilburði til að móta heildstæða fjölmiðlastefnu þar sem fagleg blaðamennska og fréttaflutningur og barátta gegn falsfréttum séu settar í forgang. 

Segja má að álit EFJ á stöðunni hjá Eistum og Litháum veki athygli hér á landi það sem hún minnir  á ástandið á Íslandi. Hér er starfsemi fjölmiðla er nær alfarið á viðskiptagrunni og nýtur ekki stuðnings í opinberri stefnumörkun, ef frá er talinn rekstur RÚV sem þó er afgerandi á bæði notendamarkaði og auglýsingamarkaði. Álit sendinefndar EFJ og ECPMF til þessara tveggja Eystrasaltsríkja er því hægt að skoða sem innlegg inn í umræðuna um skýrslu nefndar um stuðning við einkarekna fjölmiðla á Íslandi.

Sjá einnig hér