EFJ styður baráttu fyrir áframhaldandi útvarpsgjadi í Sviss

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) og fjölmörg önnur samtök sem láta fjölmiðla og tjáningarfrelsi sig varða hafa lýst stuðningi sínum við áframhaldandi útvarpsgjald í Sviss, en greidd verða atkvæði um gjaldið þann 4. mars næstkomandi. Útvarpsgjaldið, sem safnað er saman af fyrirtækinu Billag, fjármagnar almannaútvarp landsins auk þess sem það styður við fjöldann allan af staðbundnum útvarpsstöðvum og nokkrar stöðvar sem senda út um landið allt.  Án framlags með útvarpsgjaldinu er talið óvíst um framtíð þessara mikilvægu útsendinga, en sem kunnugt er menningarleg fjölbreytni mikil í landinu og fjögur tungumál töluð, svissnesk þýska, franska, ítalska og romanska (romansh).

Sjá enn frekar hér