Guðrún Helga Sigurðardóttir látin

Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður og leiðsögumaður lést í Reykjavík sl. laugardag eftir erfið veikindi aðeins 57 ára gömul. Guðrún var blaðamaður á ýmsum miðlum um árabil, var m.a. lykilstarfsmaður á Degi, var í lausamennsku og var blaðamaður á DV, Fréttablaðinu og Fréttatímanum.  Guðrún var félagi í Blaðamannafélagi Íslands og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið og var um árabil í stjórn þess og varaformaður um skeið. Þá var Guðrún Helga virk í Félagi fjölmiðlakvenna og gegndi þar meðal annars formennsku um tíma. 

BÍ vottar eftirlifandi eiginmanni og börnum Guðrúnar samúð sína.