Blaðakona myrt í Búlgaríu

Victoria Marinova
Victoria Marinova

Samband evrópskra blaðamanna kveðst alvarlega slegið vegna frétta af hrottalegu morði á hinni þrítugu búlgörsku blaðakonu, Victoriu Marinova, sem vann fyrir svæðisbundnu sjónvarpsstöðina TVN í Búlgaríu. Hún er fjórði blaðamaðurinn sem er myrtur í Evrópu frá 2017, en hin eru Kim Wall í Danmörku, Daphne Caruana Galizia á Möltu og Jan Kuciak í Slóveníu.  Í kvöld, 8. október, standa blaðamannasamtök minningarathöfn um Marinovu í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu.

Marinova var myrt á laugardagskvöldið, henni nauðgað og misþyrmt svo að  líkið varð nánast óþekkjanlegt og ekki var hægt að bera kennsl  á hana fyrr en í gær. Allir persónulegir munir hennar, s.s. sími, veski og hluti af fatnaði og annað sem hjálpað gat til við auðkenningu,  hafði verið tekið.

Marinova hafði nýlega byrjað með þátt á sjónvarpsstöðinni þar sem hún vann en síðasta útsending hennar var þann 30. september, og þá voru viðmælendur hennar  tveir blaðamenn sem unnið hafa við uppljóstrun á spillingarmálum hjá einkafyrirtæki sem vann við vegagerð og var grunað um að svíkja út fé úr sjóðum ESB. Voru blaðamennirnir m.a. handteknir og yfirheyrðir í síðasta mánuði af öryggislögreglunni í Búlgaríu í tengslum við rannsókn þeirra.

Evrópusamband blaðamanna og samtök blaðamanna í Búlgaríu skora á stjórnvöld að rannsaka af krafti málið og draga ódæðismann/menn til ábyrgðar.

Sjá einnig hér