ESB: Sjálfseftirlit með falsfréttum

Vera Jourova, framkvæmdastjóri dómsmála hjá ESB
Vera Jourova, framkvæmdastjóri dómsmála hjá ESB

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur fagnað tilkynningu Veru Jourova, framkvæmdastjórna dómsmála í Evrópusambandinu, þess efnis að ekki verði sett almenn lög um sektarákvæði til handa netfyrirtækjum s.s. Facebook, Twitter eða Microsoft, ef þau fjarlægja ekki falsfréttir af síðum sínum.  Þess í stað segir dómsmálaframkvæmdastjórinn að reynt verði til þrautar að framfylgja og efla sjálfseftirlit og fá fyrirtækin til að fallast sjálfviljug á sáttmála sem búinn var til í fyrra og sum stærri fyrirtækin hafa þegar kvittað upp á. „Lykil atriðið nú er að fylgjast með hvernig eftirfylgdin verður með innleiðingu þessa sáttmála þannig að hægt verði að meta hvort frekari og harðari aðgerða sé þörf,“ sagði Vera Jourova á blaðamannafundi fyrir helgina.

Sjá einnig hér