Evrópa: Átak til kynningar á hlutverki siðanefnda

Í gær var frumsýnt kynningarmyndband um evrópskar „siðanefndir  blaðamanna“ eða kvörtunarnefnir (press councils), sem að hluta til er fjármagnað af Evrópusambandinu en er unnið í samstarfi við nefndir um alla Evrópu.

Ástæðan er að í allri þeirri upplýsingaóreiðu sem ríkjandi er í álfunni, þar sem alls kyns upplýsingum ægir saman og erfitt getur verið fyrir almenning að átta sig á hvað eru gagnreyndar upplýsingar og hvað uppspuni, þá sé gagnlegt að horfa til þessara nefnda til að greina þær uppsprettur upplýsinga sem vinna og undir faglegum formerkjum og lögsögu slíkra nefnda. Í átaki þessu er bent á að siðanefndir fylgist með því hvort faglegum blaðamennskuviðmiðum sé fylgt og í þessu tilviku er lögð áersla á fjögur atriði: að upplýsingar séu staðreyndar; sjálfstæði; heilindi; og virðingu fyrir mannréttindum.  Hugmyndin er að kynna starf siðanefnda fyrir almenningi og að hægt sé að nota þær sem eins konar vita í þokukenndu upplýsingaumhverfi samtímans.  

Þetta átak er hluti af verkefni sem kallast „Media Councils in a Digital Age“ en það verkefni miðar að því að styrkja kerfi sjálfs-eftirlits fjölmiðla og þar með að efla sjálfstæði fjölmiðla og fagleg vinnubrögð.

Sjá einnig hér