Félagar þurfa að skrá sig á aðalfund BÍ

Athygli er vakin á því að vegna sóttvarnarreglna þurfa félagsmenn að skrá sig á aðalfund Blaðamannafélags Íslands sem haldinn verður núna á fimmtudaginn, 29. apríl.  Skráning fer fram með með því að senda tölvupóst á netfangið jona@press.is  þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Fundurinn verður að Síðumúla 23, 3. hæð, Reykjavík, (í allt að þremur sóttvarnarhólfum) og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Skýrslur frá starfsnefndum
  • Kosningar
  • Lagabreytingar
  • Önnur mál

BÍ-félagar eru hvattir til að mæta

Ath.:  Athygli er vakin á að vegna veirunnar, covid-19, og röskunar af hennar völdum, gæti komið til frestunar fundarins.