Fjallað um Geirfinns- og Guðmundarmál í 44 ár!

Í tengslum við endurupptöku Geirfinns- og Guðmundarmála, en sýkndómur í þeim var sem kunnugt er kveðinn upp í Hæstarétti í gær, hafa ýmsir farið að grúska í gömlum skjölum og blöðum, enda málið verið á dagskrá lengi. Í slíku grúski hafa komið upp greinar og myndir úr fjölmiðlum og þar má m.a. sjá einn og sama blaðamanninn vera á fréttavaktinni á upphafsskeiði málsins og svo aftur nú þegar því er lokið.  Þetta er Sigtryggur Sigtryggsson frá Morgunblaðinu, en eins og sjá má af meðfylgjandi myndum var hann í dómssal í Hæstarétti árið 1980 og svo aftur nú 2018. Eftir því sem  Press.is kemst næst hafði Sigtryggur þó skrifað fréttir af málinu mun fyrr og sýnist okkur að fyrsta fréttin hans af hvarfi Geirfinns hafi birst 22. nóvember1974.  Hann hefur því verið að fjalla um Geirfinns-og Guðmundarmál í tæp 44 ár!