Fjölmiðlafrelsi ógnað í Evrópu

Frelsi fjölmiðla er víða ógnað í Evrópu og eru hættur sem steðja að fjölmiðlafresli margs konar, m.a. áhrif Covid-19 faraldursins, lögregluofbeldi og áreitni á netinu.  Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um „Vöktun fjölmiðlafrelsis í Evrópu“, sem tekin er saman af Evrópusambandi blaðamanna og Alþjóðlegu fjölmiðlastofnuninni (International Press Institute) með stuðningi nokkurra fleiri aðila.  Skýrslan nær til tímabilsins frá mars til júní í ár og eru á þessum fjórum mánuðum skráð 120 tilfelli þar sem fjölmiðlafrelsi hefur verið skert.  Skýrslan gefur innsýn í þær ógnanir sem fjölmiðlaar standa frammi fyrir og nær hún til aðildarríkja ESB auk umsóknarlanda að bandalaginu.

Sjá pdf af skýrslunni hér.