Fjölmiðlafrumvarp: Meirihlutaálit komið fram

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti sínu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra sem gerir ráð fyrir um 400 milljóna stuningi við fjölmiðla vegna rekstrar árið 2020. Búast má við að styttist í afgreiðslu laganna.  Breytingarnar bæði þrengja og rýmka skilyrði fyrir styrk, en í öllum megin atriðum helst stefnan sem lagt er upp með í frumvarpinu. 

Í breytingartillögunum er (aftur) gert ráð fyrir að fjölmiðill þurfi að hafa tiltekna útgáfutíðni, og miðað verði við að „prentmiðlar komi út a.m.k. 20 sinnum á ári en netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skuli miðla nýjum fréttum, fréttatengdu efni eða umfjöllun um samfélagsleg málefni á virkum dögum í 20 vikur á ári.“

Hnykkt er á því að styrkhæfir miðlar séu þeir sem miðla fréttum, en einnig er því breytt að umbrotsmenn falli undir endurgreiðsluhæfan kostnað. 

 Þá eru gerðar breytingar á gildistíma enda fyrri dagsetningar orðnar úreltar. Hins vegar er gert ráð fyrir að lögin verði tímabundin til eins árs enda þurfi að huga betur að úthlutunarkerfinu sjálfu til að tryggja jákvæð áhrif á fjölbreytni og fjölræði og það þurfi „að huga að stöðu smærri fjölmiðla í þessu samhengi.“ Auk þess hafi fjármálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti til athugundar starfsemmi erlendra stórfyrirtæki í fjölmiðlun og skoða þurfi þátt þeirra, „sérstaklega hvað varðar stöðu þeirra á auglýsingamarkaði og skattumhverfi þeirra. Meirihlutinn áréttar nauðsyn þess að bæta þurfi stöðu einkarekinna fjölmiðla enda gegna þeir mikilvægu hlutverki í lýðræðissamfélagi. Enn fremur telur meiri hlutinn nauðsynlegt að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla.“

Von er á minnihlutaáliti  og líklegt að málið verði afgreitt fljótleg á þinginu.

Sjá meirihluta álitið hér

Sjá frétt úr Kjarnanum