Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt

Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra var samþykkt á þingi nú síðdegis.  Gert er ráð fyrir að ríkið veiti fjölmiðlum sem uppfylla ákveðin skilyrði styrki sem miðast við allt að 25% af kostnaði viðkomandi fjölmiðils við öflun og miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni hér á landi.  Þessi ráðstöfun er tímabundin til eins árs.  Alls samþykktu 34 þingmenn frumvarpið, 11 voru á móti, 12 greiddu ekki atkvæði og  6 voru fjarstaddir. Athygli vakti að  Sigríður Á. Andersen greiddi atkvæði gegn því en þeir Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason greiddu ekki atkvæði. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins voru á móti en þingmenn Pírata og Viðreisnar sátu hjá.

Sjá meðferð þingsins hér