Fjölmiðlar á landsbyggðinni – Eiga þeir framtíð fyrir sér?

Símenntun Háskólans á Akureyri og Blaðamannafélag Íslands bjóða til tveggja daga námskeiðs þar sem fjallað verður um fjármögnum landsmálablaða og núverandi rekstrarumhverfi. Einnig verður rætt um hlutverk lítilla miðla og nálægðarvanda þeirra. Unnið verður með textagerð og fréttaskrif og fjallað um hvernig hægt er að gera þessa miðla gagnvirkari en þeir eru í dag.

 Á föstudagskvöldinu býður Blaðamannafélagið  þátttakendum til kvöldverðar.  

Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi hefur löngum verið erfitt margir þeirra eru að gefast upp. Sambærilegir miðlar í grannlöndunum njóta ríkisstyrkja til þess að stuðla að aukinni fjölbreytni og fjölræði bæði á landsvísu og á staðbundnum svæðum.
Eru ríkisstyrkir lausnin hér á landi? Menntamálaráðherra hefur komið með mikilvægt útspil í þessum efnum, og vinnur nú að endurskoðun á rekstrarumhverfi fjölmiðla. Mun þessi endurskoðun gagnast dreifbýlisblöðunum og litlu fréttanetmiðlunum?

Umsjón: Dr. Sigrún Stefándóttir fjölmiðlafræðingur. 
Tími: Föstud. 8. og laugard. 9. febrúar kl. 10-17 á Sólborg HA.  
Verð: 40.000 kr.  Minnum á fræðslustyrki stéttarfélaga
Skráning: hér 

Dagskrá: 

Föstudagur 8. febrúar:

10.00-10.30

Ávarp. Eyjólfur Guðmundsson, rektor

Þátttakendur kynna sig

 

10.30-11.00

Dæmisaga úr raunveruleikanum. Hvernig er að reka lítinn miðil á Íslandi?

Karl Eskil Pálsson, fréttamaður á N4


11.00-12.00

Miðjan er undir iljum þínum

Birgir Guðmundsson, dósent Háskólanum á Akureyri

 12.00-13.00

Hádegishlé á Sólborg

13.00- 16.00

Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla og frumvarp menntamálaráðherra um einkarekna fjölmiðla

Þorgeir Ólafsson, Mennta- og menningarmálaráðuneyti

Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar og þátttakandi í nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla.

16.00 -17.00

Umræður

 18.00

Kvöldmatur í boði BI

 

Laugardagur 9. febrúar:

 10.00-11.00

Gildi góðs texta – hvað er góður texti

Dr. Kristín Margrét Jóhannsdóttir deildarformaður Kennaradeildar HA

11.00-12.00

Að vinna með nærsamfélaginu

Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta

 12.00-13.30

Hádegisverður úti í bæ á eigin kostnað

13.30-15.00

Að skapa sér vettvang – rödd fólksins

Egill Páll Egilsson, ritstjóri Víkurblaðsins

15.00-16.00

Myndmál og gildi þess

Skapti Hallgrímsson, fjölmiðlamaður

16.00-17.00

Umræður og pallborð