Formaður BÍ: Fordæmir lögbann

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ

„Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela!,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í tilefni lögbanns á fréttaflutning Stundarinnar sem byggir á gögnum úr Glitni.

Sýslumaður­inn í Reykja­vík hefur fallist á kröfu þrota­bús Glitn­is um lög­bann á frétta­flutn­ing Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media, sem bygg­ir á gögn­um inn­an úr fallna bank­an­um.  Í fréttatilkyningu sem Glitnir HoldCo sendi frá sér í dag kemur fram fyrirtækkið hafi á  á föstu­dag farið þess á leit við sýslu­mann­sembættið á höfuðborg­ar­svæðinu að lög­bann verði lagt við birt­ingu Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media ehf. á frétt­um eða ann­arri um­fjöll­un sem byggja á eða eru unn­ar úr gögn­um er varða einka­mál­efni veru­legs fjölda fyrr­ver­andi viðskipta­vina Glitn­is sem eru því bundn­ar banka­leynd. Þá hafi Glitnir ráðið breska lög­manns­stofu til að gæta hags­muna sinna vegna um­fjöll­un­ar The Guar­di­an sem byggi á sömu gögn­um.

Afar fátítt er að lögbann sé sett á gögn sem fjölmiðlar á Íslandi byggja fréttir sínar á og mun útskurður sýslumans nú fara fyrir dómstóla.  Sambærilegt mál kom m.a. upp árið 2009 þegar lögbanns var krafist á lánabók Kaupþings en sú krafa fékk dræmar undirtektir. Sama var uppi á teningnum fyrir 12 árum þegar í október 2005 var sett lögbann á tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum. BÍ mótmælti þeim gjörningi þá líkt og nú.  Það mál gekk alla leið til Hæstaréttar sem úrskurðaði að birting Fréttablaðsins á tilteknu innihaldi póstanna væri heimil þar sem þeir vörðuðu þjóðfélagslega mikilvægt mál og ættu erindi til almennings.  Aðrir þættir úr póstuum, sem birtust í DV, voru hins vegar ekki þess eðlis að þeir vörðuðu almannaheill og þjóðfélagsumræðuna og væri birtingin þar því óheimil.