Forseti ráðherrar og ríkisstjórn –breyting á stjórnarskrá

Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn - Nýskipan framkvæmdarvaldsins - Starfshættir ríkisstjórna - Stjórnarmyndanir - Hlutverk forseta Íslands - Skipun embættismanna

Þetta er yfirskrift fundar á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í fundaröð um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands. Fundurinn verður á morgun, miðvikudaginn 5. desember kl. 12-14 í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Framsögumenn og þátttakendur í pallborði: Stefanía Óskarsdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson, Skúli Magnússon og Guðni Th. Jóhannesson. Ómar H. Kristmundsson stjórnar fundi.