- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Formenn og framkvæmdastjórar Blaðamannafélaga á Norðurlöndum hittust á árlegum fundi sambands norrænna blaðamannafélaga, Nordisk Journalistforbund (NJF), í Bergen 17. og 18. september sl. Sambandið fundar að jafnaði þrisvar á ári en tveir af þremur fundum eru haldnir í gegnum fjarfundabúnað.
Dagskrá fundarins var þétt að venju en m.a. var farið yfir nýlega þróun og áskoranir fjölmiðla á Norðurlöndum, mismunandi stefnur og aðgerðir stjórnvalda, kjarabaráttu og réttindi blaðamanna. Þá var miðstöð rannsóknarblaðamennsku í Noregi (SUJO) sótt heim, Bergens Tidende sem er fjórða stærsta dagblað landsins auk svokallaðs Fjölmiðlaklasa (e. Media cluster) sem hefur það hlutverk að leiða saman blaðamenn, útgefendur, fræðasamfélagið og tæknifyrirtæki sem sérhæfa sig í tækni fyrir fjölmiðla til að þróa áfram sérfræðiþekkingu og byggja upp tengslanet.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, og Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri, sóttu fundinn fyrir hönd Íslands og fluttu þar skýrslu m.a. um breytingar á Blaðamannafélaginu, fjölmiðlastefnu og rekstrarstyrki stjórnvalda og nýlega kjarasamninga blaðamanna.