Föstudagsfundir hafnir á ný

Þrír formenn, fyrrverandi og núverndi, voru mættir á föstudagsfund í hádeginu. F.v. Kári Jónasson, M…
Þrír formenn, fyrrverandi og núverndi, voru mættir á föstudagsfund í hádeginu. F.v. Kári Jónasson, Magnús Finnsson og Hjálmar Jónsson.

Föstudagsfundir heldri blaðamanna í húsakynnum BÍ í Síðumúlanum eru nú hafnir á ný eftir að hafa legið niðri  í samkomubanninu.  Fundirnir munu nú verða eins og áður, nema hvað ýtrustu sóttvarnarreglna verður gætt bæði varðandi fjarlægðir og sprittun og skráningu þeirra sem mæta. Fyrsti fundurinn var haldinn í dag og var vel mætt.