Framboðsfundur í kvöld - beint streymi

Frambjóðendurnir tveir til formanns í Blaðamannafélaginu munu í kvöld stuttlega kynna sig og hugmyndir sínar á framboðsfundi í húsakynnum BÍ í Síðumúlanum nú kl 20.00. Frambjóðendurnir munu byrja á stuttum framsögum hvort um sig og síðan svara spurningum og taka þátt í umræðum Félagar í BÍ hafa tækifæri til að fylgjast með og spyrja spurninga í beinu streymi frá fundinum.

Til að fylgjalst með beina streiminu þarf að smella á eftirfarandi slóð: https://livestream.com/luxor/press21