Framhaldsaðalfundur Blaðamannafélags Íslands 2024

Framhaldsaðalfundur Blaðamannafélags Íslands verður haldinn 4. september kl 19:30 í Síðumúla 23.

Ekki tókst að tæma dagskrá aðalfundar BÍ sem haldinn var 16. apríl sl. þar sem fyrrverandi endurskoðandi neitaði að árita ársreikning eins og greint var frá á fundinum og á press.is. Því verður haldinn framhaldsaðalfundur þar sem endurskoðaður ársreikningur verður lagður fram og kosið um lagabreytingartillögur. Þá verður verkefna- og fjárhagsáætlun félagsins kynnt félagsmönnum.

Dagskrá

  • Ársreikningur
  • Lagabreytingar
  • Verkefna- og fjárhagsáætlun BÍ
  • Önnur mál

BÍ-félagar eru hvattir til að mæta