Fyrsta vinnustöðvun í rúm 40 ár -móttaka boðunar staðfest

Uppfært!  

BÍ hefurborist staðfesting á móttöku boðunar um vinnustöðvun næstu föstudaga.  Eins og fram kemur hér að neðan var boðúnin afhent fyrr í dag og móttaka hefur nú verið staðfest. 

Nú kl 14:00 mun BÍ afhenda boðun um vinnustöðvun í afgreiðslu SA. Segja má að þetta sé söguleg stund því þetta er fyrstavinnustöðvunarboðun félagsins í tæp 42 ár. Verkfallsaðgerðir munu síðan hefjast föstudaginn 8. nóvember og síðan stigmagnast næstu föstudaga þar á eftir ef þörf krefur.