Gissur Sigurðsson látinn

Gissur Sigurðsson fréttamaður og félagi í BÍ lést á Landspítalanum í fyrrinótt. Gissur var í áratugi fréttamaður, fyrst á dagblöðum, og síðar á Ríksútvarpinu og loks á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Hann var einn helsti sjávarútvegsfréttamaður landsins í áratugi en sagði síðan morgunfréttir á Bylgjunni í meira en tvo áratugi með sínum sérstaka persónulega stíl.

Gissur fæddist árið 1947 í Hraungerði í Flóa, næst yngstur sjö syskina, en foreldrar hans voru Stefanía Gissurardóttir og séra Sigurður Pálsson vígslubiskup. 

Félagar Gissurar hjá Sýn fjalla um hann á Vísi í dag og má sjá þá umfjöllun hér