Hagvaxtarauki virkjaður

Ákvæði kjarasamninga um hagvaxtarauka koma til framkvæmda nú um mánaðamótin og gilda frá 1. apríl, samkvæmt ákvörðun forsendunefndar ASÍ og SA.  Það þýðir að kauptaxtar hækka um 10.500 krónur frá og með 1. apríl eins og  sjá má í meðfylgjandi launatöflu.  Sé fólk yfirgreitt og á kjörum umfram það sem launataxtar kveða á um hækka laun um að lágmarki 7.875 krónur.  Þeir sem eru á fyrirfram greiddum launum ættu að sjá þessa staða í launum sínum um þessi mánaðamót, en þeir sem eru á eftirágreiddum launum sjá þessa stað í launum sínum við launagreiðslu 30. apríl næstkomandi.