Hamingjuóskir frá norrænum kollegum

Blaðamannafélagi Íslands, elsta blaðamannafélagi á Norðurlöndum barst á sunnudaginn, þann 19. nóvember 2017, heillaóskaskeyti frá Norræna blaðamannasambandinu.  Blaðamannafélagið varð einmitt 120 ára á sunnudaginn, en afmælisfagnaður félagsins verður haldinn næstkomandi föstudag  kl 19.00 24. nóvember, í Blaðamannaklúbbnum í Síðumúla 23.  (sjá viðburð á Facebook)

Í skeyti Norræna blaðamannasambandsins sem formaður þess, Hanne Aho frá Finnlandi sendir, segir: „Norræna blaðamannasambandið  óskar elsta meðlimi sínum, Blaðamannafélagi Íslands allra heilla á 120 ára afmæli sínu.  Blaðamenn og gagnrýnin, sjálfstæð vinna þeirra sem grundvölluð er á gæða blaðamennsku er nú mikilvægari en nokkru sinni.  Höldum áfram góðu starfi!“