Heilbrigð gagnrýni eða árásir?

Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir pressukvöldi annað kvöld, mánudagskvöld 17. maí klukkan 20 í húsnæði félagsins að Síðumúla 23.

Umræðuefni kvöldsins er: Heilbrigð og nauðsynleg gagnrýni á störf fjölmiðlafólks eða árásir og ofsóknir. Hvar liggja mörkin? Umræðufundur félaga í Blaðamannafélagi Íslands um sjálfstæði fjölmiðla, tjáningarfrelsið og árásir stórfyrirtækja og stjórnmálaafla á fjölmiðla og fjölmiðlafólk.

Þrjú verða með erindi og að þeim loknum verða umræður.

Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélags Íslands:
Hvaða verndar nýtur fjölmiðlafólk samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu?

Valgerður Jóhannsdóttir, lektor í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands:
Þetta snýst ekki bara um Helga Seljan.

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks:
Starfað í skugga árása.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, stýrir fundinum.